„Besta sagan í heiminum í dag“

AFP

Fólk sem glím­ir við grafal­var­lega fá­tækt í heim­in­um fer enn fækk­andi og í ár er út­lit fyr­ir að þetta hlut­fall fari niður fyr­ir 10% af mann­fjölda heims­ins. „Þetta er besta sag­an í heim­in­um í dag,“ seg­ir Jim Yong Kim, for­seti Alþjóðabank­ans. 

Í skýrslu Alþjóðabank­ans sem kem­ur út í dag kem­ur hins veg­ar fram að enn er ótt­ast um af­drif millj­óna Afr­íku­búa sem glíma við hung­urs­neyð. Árfund­ur Alþjóðabank­ans og Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins verða haldn­ir í Lima í Perú dag­ana 9.-11. októ­ber.

Sam­kvæmt skýrsl­unni eru um 702 millj­ón­ir jarðarbúa, 9,6%, við hung­ur­mörk. Flest­ir þeirra búa í Afr­íku, sunn­an Sa­hara og Asíu. Árið 2012 voru 902 millj­ón­ir eða um13% sem glímdu við hung­urs­neyð. Árið 1999 var hlut­fallið 29%.

Að sögn Kim er helsta skýr­ing­in á því hvers vegna það fækk­ar jafnt og þétt í þess­um hópi sá mikli efna­hags­vöxt­ur sem hef­ur verið í vanþróuðum lönd­um og fjár­fest­ing­ar í mennt­un og heil­brigðis­kerfi þess­ara ríkja. Þetta hef­ur komið í veg fyr­ir að millj­ón­ir hafa lent í fá­tækt­ar­gildrunni sem ann­ars hefði beðið þeirra.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert