Tyrkneskar F-16 orrustuþotur flugu í veg fyrir rússneska orrustuþotu á laugardaginn, sem flogið hafði inn í lofthelgi Tyrklands við landamærin á Sýrlandi, og neyddu hana til að snúa við.
Fram kemur í frétt AFP að tyrknesk stjórnvöld hafi mótmælt því harðlega við ráðamenn í Rússlandi að orrustuþotan skyldi rjúfa lofthelgi Tyrklands. Var rússneski sendiherrann í Tyrklandi kallaður í tyrkneska utanríkisráðuneytið vegna málsins.