Hefði reynt að stoppa byssumanninn

Ben Carson, frambjóðandi í forvali repúblikana fyrir forsetakosningarnar á næsta …
Ben Carson, frambjóðandi í forvali repúblikana fyrir forsetakosningarnar á næsta ári. AFP

Ben Carson, einn frambjóðendanna í forvali repúblikana fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum, liggur nú undir gagnrýni fyrir ummæli sín um skotárásina í Oregon í síðustu viku. Frambjóðandinn sagði að ef hann hefði verið á staðnum hefði hann reynt að stöðva byssumanninn.

Karlmaður á þrítugsaldri skaut níu manns til bana í skóla í Oregon-ríki í síðustu viku. Í kjölfarið sagði Carson að ef hann hefði verið á staðnum hefði hann „ekki bara staðið þarna og leyft honum að skjóta mig“. Ráðlagði hann fólki að reyna alltaf að ráðist á byssumenn svo færri verði myrtir.

Carson er mikill stuðningsmaður réttar bandarísks almennings til að eiga skotvopn. Hann segir að orð sín hafi verið talin óviðurkvæmileg vegna þess að fólk væri of fljótt að „fara í skotgrafirnar“ í stað þess að leysa vandamálin.

Lausnin sem hann hefur boðað á vandamálinu með síendurteknar skotárásir er bætt geðheilsugæsla og að halda skotvopnum frá fólki sem geðlæknar telja hættulegt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert