Hefði reynt að stoppa byssumanninn

Ben Carson, frambjóðandi í forvali repúblikana fyrir forsetakosningarnar á næsta …
Ben Carson, frambjóðandi í forvali repúblikana fyrir forsetakosningarnar á næsta ári. AFP

Ben Car­son, einn fram­bjóðend­anna í for­vali re­públi­kana fyr­ir for­seta­kosn­ing­arn­ar í Banda­ríkj­un­um, ligg­ur nú und­ir gagn­rýni fyr­ir um­mæli sín um skotárás­ina í Or­egon í síðustu viku. Fram­bjóðand­inn sagði að ef hann hefði verið á staðnum hefði hann reynt að stöðva bys­su­m­ann­inn.

Karl­maður á þrítugs­aldri skaut níu manns til bana í skóla í Or­egon-ríki í síðustu viku. Í kjöl­farið sagði Car­son að ef hann hefði verið á staðnum hefði hann „ekki bara staðið þarna og leyft hon­um að skjóta mig“. Ráðlagði hann fólki að reyna alltaf að ráðist á byssu­menn svo færri verði myrt­ir.

Car­son er mik­ill stuðnings­maður rétt­ar banda­rísks al­menn­ings til að eiga skot­vopn. Hann seg­ir að orð sín hafi verið tal­in óviður­kvæmi­leg vegna þess að fólk væri of fljótt að „fara í skot­graf­irn­ar“ í stað þess að leysa vanda­mál­in.

Lausn­in sem hann hef­ur boðað á vanda­mál­inu með sí­end­ur­tekn­ar skotárás­ir er bætt geðheilsu­gæsla og að halda skot­vopn­um frá fólki sem geðlækn­ar telja hættu­legt.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka