„Verða allir að koma aftur“

El Faro
El Faro AFP

Skipstjóri flutningaskipsins El Faro var hæfur og reyndur og hafði líklega sett saman raunhæfa áætlun um hvernig hann ætlaði að koma skipinu og áhöfn þess yfir Atlantshafið án þess að lenda í fellibylnum Joaquin. Skipið var á leið frá Flórída í Bandaríkjunum ti Puerto Rico.

Landhelgisgæsla Bandaríkjanna leitar enn eftirlifenda eftir að skipið, sem er bandarískt, sökk nálægt Bahamas eyjum í síðustu viku. Þrjátíu og þrír voru í áhöfn skipsins.

Skipið sökk þegar fyllibylurinn gekk yfir svæðið á fimmtudaginn. El Faro sendi frá sér neyðarkall á fimmtudagsmorgninum en ekkert hefur heyrst frá skipinu eða áhöfninni síðan.

Eigendur skipsins hafa greint frá því að knúningsafl skipsins hafi gefið sig og því hafi ekki verið hægt að forðast óveðrið.

Vinir og ættingjar áhafnarinnar bíða enn fregna og vona það besta. „Ég hef grátið svo mikið að ég... hef ekki fleiri tár,“ sagði Andrew Dehlinger en kærasti dóttur hennar er í áhöfn skipsins. „Svo hann verður að koma heim, þeir verða allir að koma aftur.“

Skipstjórinn sendi skilaboð eigenda El Faro eftir að bilun kom upp í skipinu. Þar sagði meðal annars að skipið hallaði um 15 gráður en ástæða þess kom ekki fram.

Frétt mbl.is: Leita bandarísks flutningaskips

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert