Brutu gegn mannlegri virðingu fangans

Frá frönsku fangelsi. Mynd úr safni.
Frá frönsku fangelsi. Mynd úr safni. AFP

Franska ríkið var í dag sektað um 1.200 evrur (171.000 krónur) fyrir að hafa látið fanga deila klefa í fangelsi í Caen ásamt fjórum til sex öðrum föngum sem flestir reyktu. Maðurinn sem reykir ekki sjálfur, ákvað að leita réttar síns og var dæmt í málinu honum í vil.

Að mati dómara var reglum um hreinlæti ekki fylgt í fangelsinu og var það gagnrýnt að maðurinn hafi verið settur í klefa með mönnum sem reyktu, sérstaklega í ljósi þess hversu lítill gluggi var á klefanum en hann var 20 fermetrar að stærð.

Fyrrum fanginn kvartaði einnig yfir plássleysi í klefanum, slæmu hreinlæti, lýsingu og lélegri loftræstingu. Kviðdómurinn í málinu komst að þeirri niðurstöðu að vist fangans í klefanum hafi brotið gegn mannlegri virðingu hans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert