Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna, mun greiða fjölskyldum þeirra sem létust í loftárásum Bandaríkjahers á sjúkrahús samtakanna Lækna án landamæra í afgönsku borginni Kunduz fyrir viku síðan bætur. Að minnsta kosti 22 létu lífið í árásinni sem voru mistök að sögn bandarískra yfirvalda. Var ætlun hersins að ráðast á talibana.
Læknar án landamæra hafa kallað árásina stríðsglæp og kallað eftir því að málið verði rannsakað af óháðri og alþjóðlegri nefnd.
Þar að auki munu bandarísk stjórnvöld sjá til þess að sjúkrahúsið verði endurbyggt.
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna hefur beðið forseta Lækna án landamæra afsökunar og forseta Afganistans. Læknar án landamæra leita enn rúmlega þrjátíu manns sem voru á sjúkrahúsinu þegar sprengjurnar féllu.
Fyrri fréttir mbl.is: