Ritskoða fréttaumfjallanir um árásirnar

Fjölskylda syrgir ástvin sinn fyrir utan líkhús í Ankara í …
Fjölskylda syrgir ástvin sinn fyrir utan líkhús í Ankara í dag. AFP

Tyrknesk yfirvöld hafa nú hafið ritskoðun á fréttum um sprengjuárásirnar sem urðu í Ankara í gær. Þar að auki hafa Tyrkir átt erfitt með að nota samfélagsmiðla eins og Twitter og Facebook og er talið að stjórnvöld tengist því en þau hafa áður lokað á samfélagsmiðla.

Talsmaður ríkisstjórnarinnar sagði í tilkynningu að ritskoðun stjórnvalda nái til ljósmynda frá vettvangi árásanna sem „skapa óttatilfinningu.“

Hann varaði fjölmiðla við því að það gæti verið „lokað á þá alveg“ myndu þeir ekki hlýða skipunum stjórnvalda.

Tyrkir hafa greint frá því á samfélagsmiðlum að viðskiptavinir fjarskiptafyrirtækjanna Turkcell og TTNET hafi ekki getað notað Twitter en fyrirtækin eru stærstu fjarskiptafyrirtæki Tyrklands.

Sumir sögðust einnig hafa átt erfitt með að nota Facebook í kjölfar árásanna.

Tyrknesk stjórnvöld hafa lokað á samfélagsmiðla í auknu magni síðustu ár. Hefur það vakið mikla reiði og gagnrýni um allan heim.  

Grein The Independent í heild sinni.

Svo virðist sem stjórnvöld hafi látið loka á Twitter hjá …
Svo virðist sem stjórnvöld hafi látið loka á Twitter hjá stærstu fjarskiptafyrirtækjum landsins. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert