Græðgi að rústa heiminum

Frans páfi er í ítarlegu viðtali við franska tímaritið Paris …
Frans páfi er í ítarlegu viðtali við franska tímaritið Paris Match Forsíða Paris Match í dag

Frans páfi bað heim­inn um að hafna hug­mynda­fræði pen­ing­anna og seg­ir að græðgi sé að steypa heim­in­um í glöt­un.  Þetta er meðal þess sem kem­ur fram í viðtali franska tíma­rits­ins Par­is Match við páfann í dag. 

Að sögn páfa er hag­kerfi heims­ins óhæft eins og það er í dag. Hann seg­ir að kapí­tal­ismi og hagnaður sé ekk­ert djöf­ul­legt svo lengi sem við ger­um þá ekki að átrúnaðargoðum held­ur leyf­um þeim að vera tæki til aðstoðar. 

En ef pen­ing­ar og hagnaður séu lát­in skipta öllu máli og séu það sem við trú­um á og dýrk­um, ef græðgi verður und­ir­staðan í hag­kerfi okk­ar og þjóðfé­lagi þá stefni þjóðfé­lög heims beint til glöt­un­ar.

Frans páfi seg­ir það sé brýnt að tak­ast á við fá­tækt og um­hverf­is­mál í heim­in­um en viðtalið hef­ur vakið at­hygli í morg­un því Par­is Match er þekkt­ara fyr­ir að fjalla um fræga fólkið, kon­ung­borna og millj­arðamær­inga held­ur mál­efni eins og fá­tækt og um­hverf­is­mál.

Að sögn páfa má mann­fólkið ekki enda sem þræl­ar pen­inga, mannúð verður að koma fram­ar pen­ingag­lýju og það verður að koma fram við nátt­úr­una af alúð og gæta henn­ar fyr­ir kom­andi kyn­slóðir sem mun búa á jörðinni á eft­ir okk­ur. Hann seg­ist von­ast til þess að loft­lags­ráðstefn­an í Par­ís í des­em­ber muni skipta sköp­um varðandi um­hverf­is­mál í heim­in­um.

Þegar hann er spurður út í stríðið í Sýr­landi og Írak seg­ir hann að heim­ur­inn verði að bregðast hratt við neyðinni en um leið að taka á upp­runa átak­anna.

„Spyrj­um okk­ur sjálf hvers vegna er svona mikið um stríð og of­beldi... Ekki gleyma hræsni leiðtoga heims­ins sem tala um frið en selja vopn und­ir borðið,“ seg­ir Frans páfi meðal ann­ars í viðtal­inu.

Hér er hægt að lesa viðtalið í heild á frönsku, ensku og spænsku

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert