Sótsvartir veggir, rúðulausir gluggar. Brunnin rúmföt og loftplötur á gólfi. Sjúkrahúsið í Kunduz í Afganistan sem Bandaríkjamenn sprengdu fyrr í mánuðinum er gjörónýtt eins og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði frá Breska ríkissjónvarpinu, BBC. 22 létust. Sjúkrahúsið var rekið af góðgerðarsamtökunum Læknum án landamæra.
Bandaríkjamenn segja að sjúkrahúsið hafi verið sprengt fyrir mistök og hefur Barack Obama, forseti landsins, beðist afsökunar. Bandaríski herinn hefur hafið rannsókn á árásinni.
Sjúklingar og starfsfólk lést í árásinni. Tugir særðust. 33 er enn saknað.
Footage gained exclusively by the BBC shows inside the hospital in Kunduz, Afghanistan, which was bombed by the US earlier this month http://bbc.in/1PgK33v
Posted by BBC News on Wednesday, October 14, 2015