Kveiktu í grafhýsi Jósefs

Aukin harka hefur færst í deilur Ísraela og Palestínumanna undanfarnar …
Aukin harka hefur færst í deilur Ísraela og Palestínumanna undanfarnar vikur. AFP

Palestínumenn hafa kveikt grafhýsi Jósefs í borginni Nablus á Vesturbakkanum, en grafhýsið er helgur staður í augum gyðinga. Mikil spenna ríkir í samskiptum Ísraela og Palestínumanna. 

Grafhýsið skemmdist mikið í eldsvoðanum. Marg­ir gyðing­ar fara píla­gríms­för að gröf­inni og biðjast þar fyrir, en talið er að í henni liggi Jós­ef, sem er sögupersóna úr Biblíunni. 

Fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins, að Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, hafi hvatt leiðtoga Palestínumanna til að koma í veg fyrir frekari árásir. 

Mahmoud Abbas, leiðtogi Palestínumanna, hefur fordæmt íkveikjuna og segir að gert verði við grafhýsið. 

Þá segir BBC, að Palestínumaður, sem hafi verið dulbúinn sem fréttaljósmyndari, hafi stungið og sært ísraelska hermann á Vesturbakkanum. Hann hlaut ekki lífshættulega áverka. Talsmaður hersins segir að árásarmaðurinn hafi verið skotinn til bana. Atvikið átti sér í Kiryat Arba, sem er byggð gyðinga á svæðinu. 

Undanfarnar vikur hefur árásum fjölgað mikið. Í þessum mánuði hefur Ísraelsmaður særst lífshættulega nær daglega í hnífstunguárás.

Nokkrir Ísrealsmenn hafa látist og tugir hafa særst. Í einhverjum tilfellum hefur skotvopnum verið beitt. Þá hafa a.m.k. 30 Palestínumenn látist, þar á meðal nokkrir árásarmenn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert