Segir Breivik sinn besta vin

Victoria heldur uppi bréfi frá Breivik.
Victoria heldur uppi bréfi frá Breivik. AFP

Hún skrif­ar hon­um í hverri viku og lof­ar að bíða hans. Ástar­sag­an væri of­urkunnu­leg ef ekki væri fyr­ir það að ást­in henn­ar sem hún kall­ar ein­fald­lega „And­ers“ myrti 77 manns með köldu blóði árið 2011.

Hjarta Victoriu til­heyr­ir hryðju­verka­mann­in­um og fjölda­morðingj­an­um And­ers Behring Brei­vik sem sit­ur nú af sér 21 árs fang­els­is­dóm fyr­ir sprengju­til­ræði í höfuðborg Ósló og fjölda­morð á ungliðum verka­manna­flokks­ins í Útey.

Líkt og marg­ir aðrir fræg­ir morðingj­ar á Brei­vik sinn skerf af aðdá­end­um sem í sum­um til­vik­um laðast að hon­um kyn­ferðis­lega. Í slík­um til­vik­um á aðdá­un­in sér nafn: hybristophila.

„Ég myndi í al­vöru ekki vilja lifa án hans,“ seg­ir „Victoria“ í sam­tali við AFP en af aug­ljós­um ástæðum vill hún ekki not­ast við sitt rétta nafn. Victoria er sænsk kona á þrítugs­aldri. Blaðamaður AFP lýs­ir henni sem fjar­lægri og kulda­legri þar sem hún huns­ar heit­an kaffi­boll­ann sinn í hót­elan­dyri í Stokk­hólmi. Hann seg­ir rödd henn­ar hins­veg­ar bresta þegar hún tal­ar um „elsku And­ers“ sinn.

Victoria, sem er frá litl­um bæ í Svíþjóð, ger­ir allt sem hún get­ur til að fá norsk fang­els­is­yf­ir­völd til að slaka á þeim aðstæðum sem Brei­vik býr við en hann hef­ur eytt síðustu fjór­um árum í ein­angr­un.

Glæp­ir Brei­vik eru flest­um kunn­ug­ir en hann myrti 77 manns  22. júlí 2011 þegar hann sprengdi sprengju ná­lægt höfuðstöðvum rík­is­stjórn­ar­inn­ar í Ósló og hóf síðan skotárás í sum­ar­búðum ungliðahreyf­ing­ar Verka­manna­flokks­ins á Útey. Brei­vik var dæmd­ur í 21 árs fang­elsi en fang­elsis­vist­in gæti verið fram­lengd svo lengi sem talið sé að sam­fé­lag­inu stafi ógn af hon­um.

„Ég ann hon­um enn meir núna þegar hann er í svo viðkvæmri aðstöðu,“ seg­ir Victoria sem lík­ir ein­angr­un Brei­vik við pynt­ing­ar. Victoria kveðst skrifa hon­um reglu­lega til að létta hon­um vist­ina og hingað til hef­ur hún sent hon­um meira en 150 bréf auk lít­illa gjafa, svo sem bláa bind­is­ins sem hann bar stund­um á meðan á rétt­ar­höld­un­um stóð.

Hún hef­ur fengið tvö bréf frá hon­um á móti, sem blaðamaður AFP fékk að sjá og seg­ir hún að starfs­fólk fang­els­is­ins sem sér um að rit­skoða póst­inn henn­ar hafi komið í veg fyr­ir að önn­ur bréf frá hon­um ber­ist til henn­ar.

Fékk bón­orð frá 16 ára stúlku

Það er ekki auðvelt að skil­greina sam­band Victoriu við Brei­vik. Hún hef­ur aldrei hitt hann þar sem öll­um beiðnum henn­ar um heim­sókn­ir hef­ur verið hafnað.

Hún lýs­ir hon­um sem „göml­um vini“ sem og einskon­ar bróður en ját­ar að henni þyki hann aðlaðandi og „róm­an­tísk­ur áhugi var til staðar í fyrstu, í það minnsta af minni hálfu“.

Hún seg­ir þau hafa kynnst árið 2007 í gegn­um tölvu­leik á net­inu. Hann hafi skorið á tengsl­in við hana tveim­ur árum seinna, lík­lega til að ein­beita sér að því að skipu­leggja árás­irn­ar. Snemma árs 2012 hafi sam­band þeirra hins­veg­ar gengið í end­ur­nýj­un lífdaga þegar hún hafði sam­band við Brei­vik sem var þá orðinn hataðasti maður Nor­egs.

Vicotia er hins­veg­ar ekki sú eina sem kepp­ir um hjarta fjölda­morðingj­ans. Brei­vik fær minnst 800 bréf á ári mörg þeirra frá kven­kyns aðdá­end­um. Í rétt­ar­höld­un­um yfir hon­um árið 2012 var greint frá því að 16 ára stúlka hefði beðið hann um að gift­ast sér.

Hybristophilia er orð sem notað er af af­brota­fræðing­um, en ekki vís­inda­mönn­um, til að lýsa kyn­ferðis­leg­um áhuga á of­beld­is­full­um morðingj­um í fang­elsi sem fá oft djörf ástar­bréf eða kynþokka­full­an nær­klæðnað send­an frá aðdá­end­um sín­um.

Fyr­ir­bærið þekk­ist einnig sem „Bonnie og Clyde“-heil­kennið og er hvorki nýtt né ein­skorðað við Nor­eg. Hinn aust­ur­ríski Jos­ef Fritzl, sem hélt dótt­ur sinni fang­inni og nauðgaði henni ít­rekað í 25 ár, sem og banda­ríski morðing­inn Char­les Man­son eiga sína eig­in aðdá­enda­klúbba.

Róm­an­tík með stóru R-i

Að sögn Sheila Isen­berg, banda­rísks rit­höf­und­ar sem tók viðtöl við 30 kon­ur fyr­ir bók­ina „Kon­ur sem elska menn sem drepa“ (e. Women Who Love Men Who Kill) hafa aðdá­end­ur morðingja oft­ar en ekki orðið fyr­ir kyn­ferðis­legu of­beldi.

„Þetta er mögu­leiki fyr­ir kon­una til að stjórna ferðinni, (maður­innn er bak við lás og slá og hef­ur enga stjórn á neinu) þegar hún hef­ur áður verið mis­notkuð af föður sín­um eða öðrum mönn­um,“ seg­ir Isen­berg við AFP.

„Þetta er líka róm­an­tík með stóru R-i: Spenn­andi, æs­andi, rúss­íbani sem aldrei end­ar. Það er ekk­ert dauf­legt eða venju­legt við þessi sam­bönd.“

Eng­in vís­inda­leg sönn­un­ar­gögn styðja þá kenn­ingu að kon­urn­ar vilji bjarga morðingj­un­um og færa þá til betri veg­ar sam­kvæmt Am­anda Vicary, lektor við sál­fræðideild Wes­ley­an-há­skóla í Banda­ríkj­un­um.

„Sum­ar kon­ur eiga það til að laðast að fræg­um mönn­um – það er mögu­legt að ástæðan fyr­ir því að sum­ar kon­ur laðist að mönn­um sem hafa gert hræðilega hluti hafi ekki svo mikið með gjörðir þeirra að gera held­ur snú­ist um frægðina sem þess­ar gjörðir hafa fært þeim.“

Victoria seg­ist hins­veg­ar ekki sækj­ast eft­ir frægð. Sam­band henn­ar við Brei­vik hef­ur nú þegar kostað hana sam­band sitt við syst­ur sína sem sagði: „Þú ert dauð fyr­ir mér“ þegar hún komst að tengsl­um Victoriu við fjölda­morðingj­an. Hún hef­ur einnig fjar­lægst aðra vini sína.

Hún ját­ar að hún deili hug­mynda­fræði og kynþátta­h­atri Brei­vik „í gróf­um drátt­um“ en kveðst þó and­snú­in of­beld­inu. Svo hvernig get­ur hún elskað mann sem skaut með köldu blóði tugi hræddra tán­inga, sem sum­ir hverj­ir grát­báðu hann um að þyrma lífi sínu.

„Ég býst við því að ég hafi þurft að aðskilja And­ers og Brei­vik. Ég sé And­ers sem gaml­an vin minn og Brei­vik sem mann­eskj­una sem gerði alla þessa hluti.“

Hún neit­ar að gef­ast upp á hon­um þó að árin líði. „Ég sakna hans meira og meira með degi hverj­um. Ég býst við að til­finn­ing­ar mín­ar séu orðnar ör­lítið sterk­ari en áður.“

Victoria heldur því fram að Breivik sé besti vinur hennar.
Victoria held­ur því fram að Brei­vik sé besti vin­ur henn­ar. AFP
Anders Breivik myrti tugi ungmenna í Útey.
And­ers Brei­vik myrti tugi ung­menna í Útey. AFP
Breivik ræðir við einn lögfræðinga sinna fyrir rétti árið 2012.
Brei­vik ræðir við einn lög­fræðinga sinna fyr­ir rétti árið 2012. AFP
Tvær ungar konur syrgja á samkomu í Ósló, tveimur dögum …
Tvær ung­ar kon­ur syrgja á sam­komu í Ósló, tveim­ur dög­um eft­ir árás­irn­ar. AFP
Vicotia hefur sent Breivik yfir 150 bréf en aðeins fengið …
Vicotia hef­ur sent Brei­vik yfir 150 bréf en aðeins fengið tvö á móti. AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert