40 líkum skolaði á land í Líbýu

Flóttamaður í hafinu utan við strendur grísku eyjarinnar Lesbos. Mynd …
Flóttamaður í hafinu utan við strendur grísku eyjarinnar Lesbos. Mynd úr safni. AFP

Rauði hálfmáninn í Líbýu greinir frá því að líkum 40 flóttamanna hafi rekið á land þar í landi í dag. Mohames al-Masrati, talsmaður Rauða hálfmánans í Líbýu, segir að 27 líkanna hafi fundist í bænum Zliten, austan við höfuðborgina Trípólí. Hin 13 hafa rekið á land við Trípóló og Khoms.

Fréttastofa AP greinir frá því að flest fólkið hafi verið frá Afríku sunnan Sahara. Hann segir að verið sé að leita 30 manns í viðbót sem talið að hafi verið í sama báti og fólkið sem rak á land. Þúsundir flóttamanna hafa lagt af stað frá Líbýu til Evrópu allt frá því að upplausnarástand greip um sig í landinu þegar Moammar Gadhafi, einræðisherra Líbýu, var steypt af stóli og hann tekinn af lífi. Smyglarar sem smygla fólki hafa nýtt sér þetta upplausnarástand til að koma flóttafólki á haf frá ströndum landsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert