Heimurinn betri með Saddam og Gaddafi

Muammar Gaddafi var við völd í Líbíu í meira en …
Muammar Gaddafi var við völd í Líbíu í meira en fjörutíu ár. AFP

Auðkýf­ing­ur­inn Don­ald Trump held­ur áfram að vekja á sér at­hygli með ögr­andi um­mæl­um í kosn­inga­bar­áttu sinni í Re­públi­kana­flokkn­um vest­an­hafs. Nú seg­ir hann að heim­ur­inn væri betri staður ef ein­ræðis­herr­arn­ir Saddam Hus­sein og Muamm­ar Gaddafi væru enn á lífi.

Í viðtali við CNN sagði Trump að Mið-Aust­ur­lönd hefðu „sprungið í loft upp“ í tíð Baracks Obama for­seta og Hillary Cl­int­on, sem var ut­an­rík­is­ráðherra hans og er lík­leg­asti fram­bjóðandi demó­krata í for­seta­kosn­ing­un­um á næsta ári.

„100%,“ svaraði Trump þegar hann var spurður hvort að bet­ur væri komið fyr­ir heims­byggðinni ef Saddam og Gaddafi réðu enn ríkj­um í Írak og Líb­íu.

„Það er verið að af­höfða fólk. Það er verið að drekkja því. Þessa stund­ina hef­ur fólk það mun verr en und­ir Saddam eða Gaddafi,“ sagði Trump enn­frem­ur.

Þannig hefði Írak orðið að „Har­vard [há­skóla] hryðju­verk­anna“ þar sem hryðju­verka­menn fengju þjálf­un.

„Ef þú lít­ur á Írak eins og það var fyr­ir ein­hverj­um árum, ég er ekki að segja að hann [Saddam] hafi verið góður gaur. Hann var hræðileg­ur maður en það var betra en það er núna,“ sagði Trump sem lofaði því að sem for­seti myndi hann styrkja her­inn til þess að eng­inn þyrði að „abbast upp á“ Banda­rík­in.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert