Söng hátt og illa með í 20 mínútur

The Bodyguard sló í gegn 1992.
The Bodyguard sló í gegn 1992. Af Wikipedia

Konu sem söng „hátt og illa“ með lög­um í söng­leikn­um The Bo­dygu­ard var vísað úr leik­húsi í Nott­hing­ham í Bretlandi um helg­ina. Sam­kvæmt frétt The Tel­egraph varð kon­an árás­ar­gjörn þegar aðrir leik­hús­gest­ir báðu hana um að hætta söngn­um. Var henni í kjöl­farið fylgt út.

Leik­sýn­ing­in hélt þó áfram og létu leik­ar­arn­ir út­gáfu kon­unn­ar af ýms­um fræg­ustu lög­um Whitney Hou­st­on eins og I Will Always Love You ekki trufla sig. Kon­an söng stans­laust í tutt­ugu mín­út­ur.

Að sögn annarra leik­hús­gesta hótaði kon­an þeim sem kvörtuðu yfir söngn­um. And­rúms­lofið var „frek­ar eins og á fót­bolta­leik en í leik­húsi,“ sagði Sacha Gain­ard í sam­tali við The Tel­egraph en hann var á sýn­ing­unni ásamt for­eldr­um sín­um. „Við vor­um nokkr­um röðum fyr­ir fram­an kon­una og það var verið að skamma hana fyr­ir að syngja með hátt og illa. Hún blótaði og var mjög árás­ar­gjörn gagn­vart þeim sem voru að reyna að þagga niður í henni.“

Að sögn Gain­ard var kon­an fjar­lægð eft­ir tutt­ugu mín­útna söng. „Hún eyðilagði fyrri helm­ing­inn fyr­ir okk­ur á þess­um sömu svöl­um, þetta eru ekki and­rúms­loftið sem maður býst við í leik­húsi.“

Sýn­ing­in á The Bo­dygu­ard, sem er byggð á sam­nefndri kvik­mynd frá ár­inu 1992 er nú á ferðalagi um Bret­land. Al­ex­andra Burke, sig­ur­veg­ari X Factor, fer með hlut­verk Rachel Marron sem Whitney Hou­st­on gerði ódauðlega á sín­um tíma.

Í sýn­ing­unni má heyra fræg lög eft­ir Hou­st­on eins og Sa­ving All My Love, I Wanna Dance With Some­bo­dy og I Will Always Love You.

Hér fyr­ir neðan má sjá loka­atriði The Bo­dygu­ard.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka