Vilja afnema píkuskatt

Túrtappar, dömubindi og aðrar slíkar hreinlætisvörur fyrir konur eru með …
Túrtappar, dömubindi og aðrar slíkar hreinlætisvörur fyrir konur eru með virðisaukaskatti í Bretlandi. Þingmenn kalla það píkuskatt og vilja afnema hann að fullu. Mynd/Wikipedia

Bret­ar munu hvetja til þess að Evr­ópu­sam­bandið og aðild­ar­lönd þess hætti að skatt­leggja túr­tappa og aðrar hrein­lætis­vör­ur fyr­ir kon­ur sem lúxusvör­ur, en ekki nauðsynja­vör­ur. Þetta seg­ir Dav­id Gauke, vara fjár­málaráðherra í Bretlandi.

Um­mæli hans komu eft­ir að und­ir­skrifta­söfn­un fór í gang und­ir heit­inu „hætt­um að skatt­leggja blæðing­ar.“ (Á ensku er um skemmti­leg­an orðal­eik að ræða - „Stop tax­ing per­i­ods. Per­i­od.“) Söfnuðust 252 þúsund und­ir­skrift­ir og umræður á þing­inu sýndu að mik­ill stuðning­ur var við þess­ar hug­mynd­ir og að gera þess­ar vör­ur und­anþegn­ar virðis­auka­skatti.

Þing­kona Verka­manna­flokks­ins, Paula Sherriff, orðaði það svo að virðis­auka­skatt­ur (e. VAT) væri í raun píku­skatt­ur (e. vag­ina added tax). „Skatt­ur á kon­ur, klárt og aug­ljóst,“ sagði Sherriff.

Gauke sagði í fram­hald­inu að hann myndi vinna mál­inu stuðnings hjá Evr­ópu­sam­band­inu.

Í dag eru dömu­bindi, túr­tapp­ar og aðrar slík­ar hrein­lætis­vör­ur með 5% virðis­auka­skatti. Ekki er hægt að lækka hlut­fallið án samþykk­is frá hinum 28 aðild­ar­ríkj­um sam­bands­ins. Árið 2000 var skatt­ur­inn lækkaður úr 17,5%, en regl­ur Evr­ópu­sam­bands­ins bönnuðu að skatt­ur­inn væri al­veg af­num­inn.

Fyrr í þess­um mánuði lækkuðu Frakk­ar virðis­auka­skatt á slík­ar vör­ur úr 20% niður í 5,5%.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert