Allra augu beinast að Vín

Særður sýrlenskur drengur bíður eftir læknishjálp í Douma, austur af …
Særður sýrlenskur drengur bíður eftir læknishjálp í Douma, austur af Damaskus eftir loftárásir stjórnarhersins í Sýrlandi. AFP

Fram­kvæmda­stjóri Sam­einuðu þjóðanna, Ban Ki-moon hvet­ur þá sem koma að samn­ingaviðræðum stríðandi fylk­inga í Sýr­landi sem haldn­ar verða í Vín­ar­borg til þess að sýna sveigj­an­leika. Fund­ur­inn verður hald­inn í dag en í gær ræddu ut­an­rík­is­ráðherr­ar land­anna sem koma að viðræðunum óform­lega sín á milli.

Hann hvet­ur þau fimm ríki sem eru í aðal­hlut­verki á fund­in­um, það er Banda­rík­in, Rúss­land, Íran, Sádi-Ar­ab­íu og Tyrk­land, til þess að koma að viðræðunum með víðsýni í huga. 
Fund­ur­inn er sá fyrsti þar sem Íran­ar eiga full­trúa en ríkið styður stjórn Bash­ar al-Assad í Sýr­landi líkt og Rúss­ar. Banda­rík­in og banda­lags­ríki þess telja úti­lokað að lausn finn­ist með aðkomu Assads.

Yfir 250 þúsund eru látn­ir síðan stríðið hófst í Sýr­landi fyr­ir fjór­um árum en upp­hafi stríðsins má rekja til mót­mæla gegn for­seta lands­ins í mars 2011. Helm­ing­ur sýr­lensku þjóðar­inn­ar, eða 11 millj­ón­ir, hafa þurft að yf­ir­gefa heim­ili sín vegna stríðsins.

Bæði Rúss­ar og Íran­ar hafa tekið þátt í hernaði í Sýr­landi og stutt við bakið á stjórn­ar­hern­um.

Banda­rík­in, Tyrk­ir, Sádi-Ar­ab­ía og önn­ur ríki við Persa­fló­ann vilja hins veg­ar að Assad fari frá völd­um og að hann sé ekki inni í framtíðarmynd stjórn­kerf­is Sýr­lands.

Ban seg­ir að því leng­ur sem horft sé til hags­muna eig­in rík­is þá muni fleiri þjást og það þýðir þján­ing­ar fyr­ir all­an heim­inn. „Eins og ég hef alltaf sagt, það er ekki til nein hernaðarlausn.“

Ut­an­rík­is­ráðherra Sádi-Ar­ab­íu, Adel al-Ju­beir, seg­ir í viðtali við BBC að Íran verði að samþykkja brott­hvarf Assads af valda­stóli sem hluta af lausn deil­unn­ar. Hann seg­ir í viðtali við BBC að það sé ekki neinn mögu­leiki á að Assad verði áfram í embætti. Hvort sem það verður hluti af póli­tískri lausn eða með valdi.

Frétt BBC

Sergei Lavrov, John Kerry, Adel al-Jubeir og Feridun Sinirlioglu
Ser­gei Lavr­ov, John Kerry, Adel al-Ju­beir og Fer­idun Sin­ir­lioglu AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert