Björgunarvestin liggja í hrúgum

Björgunarvesti á eyjunni Lesbos á Grikklandi.
Björgunarvesti á eyjunni Lesbos á Grikklandi. AFP

Tug­ir þúsunda björg­un­ar­vesta liggja í hrúg­um á grísku eyj­unni Les­bos. Þetta eru vesti sem fylgdu flótta­fólki sjó­leiðina frá stríðshrjáðum lönd­um líkt og Sýr­landi en skil­in hafa verið eft­ir við kom­una til Evr­ópu.

Yf­ir­völd á eyj­unni segj­ast ekki hafa tök á því að farga vest­un­um. Þá hafa sjó­menn á eyj­unni sagt að þeim gangi illa að veiða vegna meng­un­ar­inn­ar.

Fleiri en 700 þúsund flótta­menn hafa farið sjó­leiðina yfir Miðjarðar­hafið til Evr­ópu á þessu ári. Meiri­hluti þeirra kem­ur að landi á grísku eyj­un­um næst Tyrklandi.  

Hér má sjá um­fjöll­un BBC um málið

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert