Tugir þúsunda björgunarvesta liggja í hrúgum á grísku eyjunni Lesbos. Þetta eru vesti sem fylgdu flóttafólki sjóleiðina frá stríðshrjáðum löndum líkt og Sýrlandi en skilin hafa verið eftir við komuna til Evrópu.
Yfirvöld á eyjunni segjast ekki hafa tök á því að farga vestunum. Þá hafa sjómenn á eyjunni sagt að þeim gangi illa að veiða vegna mengunarinnar.
Fleiri en 700 þúsund flóttamenn hafa farið sjóleiðina yfir Miðjarðarhafið til Evrópu á þessu ári. Meirihluti þeirra kemur að landi á grísku eyjunum næst Tyrklandi.
Hér má sjá umfjöllun BBC um málið