Gert að senda Airbus í skoðun

AFP

Rússneska farþegaþotan sem brotlenti á Sínaí-skaga í Egyptalandi brotnaði í tvennt á flugi. Hefur fréttaveita AFP þetta eftir rússneskum flugslysarannsakanda. Alls voru 224 um borð og létust þeir allir er flugvélin skall til jarðar.

„Skrokkur vélarinnar liðaðist í sundur á flugi og má finna brak og muni á mjög stóru svæði,“ er haft eftir Viktori Sorochenko sem þátt tekur í rannsókn málsins.

Vél­in var af gerðinni Airbus A-321 og bar hún einkennisstafina KGL9268, en hún var starf­rækt af rúss­neska flug­fé­lag­inu Koga­lym­a­via. Félaginu hefur nú verið gert að senda allar Airbus A-321 flugvélar sínar í sérstaka öryggisskoðun.

Flugfélagið Koga­lym­a­via hefur staðfest þetta en auk þeirrar vélar sem brotlenti í Egyptalandi á félagið sex aðrar Airbus-þotur af sömu gerð. Þá á félagið einnig tvær Airbus A-320 flugvélar.

Þá greinir fréttaveita AFP einnig frá því að búið sé að yfirheyra starfsmenn rússneska flugfélagsins sem sáu um að skoða farþegaþotuna í Rússlandi áður en hún lagði af stað til Egyptalands síðastliðinn föstudag.

Á vettvangi í Egyptalandi er nú fjölmennt lið rannsakenda, t.a.m. frá Rússlandi. Þeim mun nú fljótlega berast liðsauki frá Frakklandi, þar sem flugvélin var framleidd, og eru með þeim í för sex sérfræðingar frá Airbus-verksmiðjunum.

Búið er að finna jarðneskar leifar 163 farþega og verða líkin send til Kaíró þaðan sem þau verða svo flutt til Rússlands. Leit­ar­svæðið hefur verið út­víkkað í 15 km svæði þar sem brak úr vél­inni hef­ur fund­ist langt frá þeim stað þar sem stærsta brak Air­bus A-321 þot­unn­ar fannst. 

Flug­slysið er það al­var­leg­asta  í rúss­neskri flug­sögu og rík­ir mik­il sorg meðal lands­manna. Fán­ar blakta við hálfa stöng við all­ar op­in­ber­ar bygg­ing­ar og öllu skemmti­efni hef­ur verið af­lýst í ljósvakamiðlum.

AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert