Mótmæli og átök í Berlín

00:00
00:00

Til átaka kom á milli lög­reglu og aðgerðarsinna á göt­um Berlín­ar­borg­ar í Þýskalandi í dag. Þeir síðar­nefndu fjöl­menntu til að gera hróp að fólki sem kom sam­an til að mót­mæla ákvörðun Ang­elu Merkel Þýska­landskansl­ara um að opna landa­mær­in fyr­ir flótta­fólki.

Rúm­lega 40 voru hand­tekn­ir og einn lög­reglumaður hlaut minni­hátt­ar áverka, að sögn lög­regl­unn­ar. 

Það kom til handa­lög­mála eft­ir að lög­regl­an lét til skar­ar skríða gegn aðgerðar­sinn­un­um sem höfðu sest niður þar sem mót­mæl­in stóðu yfir. Hluti aðgerðarsinn­ana reyndi að fara yfir girðing­ar sem lög­regl­an var búin að reisa. Lög­regl­an þurfti einnig að skar­ast í leik­inn þegar það fór að hitna í kol­un­um í sam­skipt­um mót­mæl­enda og aðgerðarsinna. 

Lög­regl­an seg­ir að um 5.000 manns hafi tekið þátt í mót­mæl­um gegn inn­flytj­enda­stefnu stjórn­valda. Flokk­ur­inn Önnur leið fyr­ir Þýska­land, Alternati­ve für Deutsch­land (AfD), skipu­lagði mót­mæl­in, en flokk­ur­inn hef­ur sett sig gegn evr­unni og gert út á andúð á út­lend­ing­um. Mót­mæl­end­ur gengu með skilti þar sem á stóð „Hælis­vist hef­ur sín tak­mörk - Merkel fær rauða spjaldið“.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert