Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti það í gær að hann hefði hafnað beiðni frá kanadísku fyrirtæki um leiðslu Keystone XL olíuleiðslunnar. Málið hefur verið í skoðun í sjö ár og áberandi í umræðu forsetans um loftlagsbreytingar.
Olíuleiðslan hefði verið tæplega 1.900 kílómetra löng og haft getu til að flytja 800.000 tunnur af olíu frá Kanada til Bandaríkjanna.
„Bandaríkin er nú orðinn einn af leiðtogum heims þegar það kemur að því að bregðast við loftlagsbreytingum,“ sagði Obama í Hvíta húsinu í gær. „Það að samþykkja þetta verkefni myndi hafa neikvæð á það.“
Forsetinn sagði ólíklegt að ákvörðunin myndi hafa áhrif á bandarískan efnahag.
Forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau, sagði í gær að ákvörðun Obama væri vonbrigði. Hann sagði hana þó ekki hafa áhrif á samband landanna tveggja. „Samband Kanada við Bandaríkin er stærra en eitthvað eitt verkefni. Ég hlakka til þess að hefja ferskt samband við forsetann til þess að styrkja okkar góðu bönd í anda vináttu og samvinnu,“ var haft eftir forsætisráðherranum.