Voveifleg spá fyrir árið 2030

Hnattræn hlýnun gæti tortímt ræktarlandi.
Hnattræn hlýnun gæti tortímt ræktarlandi. AFP

Hlýnun jarðarinnar gæti aukið tíðni sjúkdóma, tortímt ræktarlandi og valdið fátækt hjá 100 milljónum manna til viðbótar að fimmtán árum liðnum, sé ekkert gert til að hindra framgang hennar. Þetta kemur fram í skýrslu sem Alþjóðabankinn gaf út í dag.

Hlýnunin hefur þegar tafið fyrir vinnunni við að minnka fátækt að sögn bankans. Hinir fátækustu þjást nú þegar meira en aðrir vegna minnkandi regns og aukins veðurofsa sökum hlýnunarinnar.

Útgáfu skýrslunnar er ætlað að hringja viðvörunarbjöllum og kalla eftir skjótum og öruggum viðbrögðum á COP-21 loftslagsráðstefnunni sem fram fer í París í desember.

Sameinuðu þjóðirnar vöruðu á föstudag við því að þau mark­mið, sem 146 þjóðir hafa sett sér um sam­drátt í los­un gróður­húsalof­teg­unda, séu alls ekki næg til að koma í veg fyr­ir hættu­lega hlýn­un jarðar.

Segja vísindamenn á þeirra vegum að hlýn­un um­fram tvær gráður muni hafa í för með sér hörmu­leg­ar af­leiðing­ar, s.s. for­dæma­lausa þurrka, of­ur­felli­byli og fjölda­flutn­inga. Eins og sak­ir standa stefn­ir í þriggja gráðu hlýn­un eða meira árið 2100.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka