Hægristjórn Portúgals fallin

Anibal Cavaco Silva, forseti Portúgal.
Anibal Cavaco Silva, forseti Portúgal. AFP

Minni­hluta­stjórn miðju- og hægri­flokk­anna í Portúgal féll í dag en ein­ung­is hálf­ur mánuður er síðan rík­is­stjórn­in var mynduð. Vinstri­flokk­arn­ir reyna nú að mynda nýja rík­is­stjórn.

Vinstri­flokk­arn­ir fengu hrein­an meiri­hluta í þing­kosn­ing­un­um í Portúgal í byrj­un októ­ber en for­seti lands­ins, Ani­bal Ca­vaco Silva, neitaði að veita þeim stjórn­ar­mynd­un­ar­um­boðið. Bar for­set­inn því við að flokk­arn­ir væru and­snún­ir aðhaldsaðgerðum sem Evr­ópu­sam­bandið hefði kraf­ist og sum­ir þeirra enn­frem­ur and­snún­ir evr­unni.

Fól Ca­vaco Silva miðju- og hægri­flokk­un­um þess í stað að mynda minni­hluta­stjórn þrátt fyr­ir kosn­inga­ó­sig­ur þeirra. Sagði hann að friða yrði þannig Evr­ópu­sam­bandið og alþjóðlega fjár­mála­markaði.

Frétt mbl.is: Vill ekki vinstri­flokka í rík­is­stjórn

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert