Hægristjórn Portúgals fallin

Anibal Cavaco Silva, forseti Portúgal.
Anibal Cavaco Silva, forseti Portúgal. AFP

Minnihlutastjórn miðju- og hægriflokkanna í Portúgal féll í dag en einungis hálfur mánuður er síðan ríkisstjórnin var mynduð. Vinstriflokkarnir reyna nú að mynda nýja ríkisstjórn.

Vinstriflokkarnir fengu hreinan meirihluta í þingkosningunum í Portúgal í byrjun október en forseti landsins, Anibal Cavaco Silva, neitaði að veita þeim stjórnarmyndunarumboðið. Bar forsetinn því við að flokkarnir væru andsnúnir aðhaldsaðgerðum sem Evrópusambandið hefði krafist og sumir þeirra ennfremur andsnúnir evrunni.

Fól Cavaco Silva miðju- og hægriflokkunum þess í stað að mynda minnihlutastjórn þrátt fyrir kosningaósigur þeirra. Sagði hann að friða yrði þannig Evrópusambandið og alþjóðlega fjármálamarkaði.

Frétt mbl.is: Vill ekki vinstriflokka í ríkisstjórn

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert