Eftir að 85 ára gömul kona lést nýverið í Austurríki fannst um ein milljón evra í seðlum á rúminu hennar á dvalarheimilinu þar sem hún hafði búið. Peningaseðlarnir höfðu hins vegar verið tættir í litla strimla. Að því er virðist til að hefna sín á afkomendum sínum. Upphæðin nemur um 140 milljónum íslenskra króna.
Hins vegar fá erfingjar konunnar féð bætt af austurríska seðlabankanum. Haft er eftir talsmanni bankans, Friedrich Hammerschmidt, í frétt AFP að ef féð yrði ekki bætt væri verið að refsa röngu fólki.