Ji­hadi John var skotmarkið

Böðull­inn Mohammed Emwazi, eða Ji­hadi John
Böðull­inn Mohammed Emwazi, eða Ji­hadi John

Böðull­inn Mohammed Emwazi, eða Ji­hadi John eins og hann var nefnd­ur áður en til nafn­birt­ing­ar kom, var skotmark loftárása Bandaríkjahers í Sýrlandi í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum bandaríska varnarmálaráðuneytisins voru gerðar loftárásir á búðir Ríkis íslams skammt frá Raqqa þar sem talið var að Emwazi héldi sig.

Bætt við fréttina klukkan 8.49 - samkvæmt heimildum BBC lést Emwazi í árásinni en það hefur ekki verið staðfest formlega.

Emwazi, sem er fædd­ur í Kúveit, er 27 ára og menntaður í Lund­ún­um. Breska leyniþjón­ust­an hef­ur vitað af hon­um í tals­verðan tíma. Hann birt­ist fyrst í mynd­bandi í ág­úst í fyrra þar sem hann tók banda­ríska blaðamann­inn James Foley af lífi. Hann er einnig tal­inn hafa birst í mynd­bönd­um sem sýna af­höfðanir blaðamanns­ins Stevens Sotloff, breska hjálp­ar­starfs­manns­ins Dav­id Haines, breska leigu­bíl­stjór­ans Al­ans Henn­ing og banda­ríska hjálp­ar­starfs­manns­ins Abduls-Rahm­an Kassig, sem gekk einnig und­ir nafn­inu Peter.

Varnarmálaráðuneytið bíður nú staðfestingar á því hvort Mohammed Emwazi hafi látist í árásunum í gærkvöldi.

Samkvæmt upplýsingum BBC var gerð árás á ökutæki sem talið var að Emwazi væri farþegi í en grannt hafi verið fylgst með honum í þó nokkurn tíma með leynd.

AP birti frétt um að dróni hafi verið notaður í árásinni. Upplýsingafulltrúi varnarmálaráðuneytisins, Peter Cook, segir að um leið og það fái staðfest hverjir létust í árásinni þá verði upplýst um það.

Mohammed Emwazi er fæddur árið 1988 í Kúveit en flytur til Bretlands 1994. Hann lauk námi í tölv­un­ar­fræði frá West­minster-há­skól­an­um árið 2009 og í ág­úst það sama ár ferðaðist hann til Tans­an­íu ásamt tveim­ur vin­um í safaríferð. Hon­um var synjað um að fá að fara inn í stærstu borg lands­ins, Dar es Sala­am, og send­ur með flugi til Amster­dam. Eft­ir yf­ir­heyrsl­ur þar snýr hann aft­ur til Do­ver.

Í sept­em­ber 2009 fer hann til Kúveit þar sem hann dvel­ur hjá föður­fjöl­skyld­unni. Emwazi kom til Bret­lands aft­ur í júlí 2010 og ætlaði að stoppa í stutt­an tíma en gat ekki snúið aft­ur til Kúveit þar sem hon­um var synjað um vega­bréfs­árit­un. Árið 2012 stóðst hann Celta-prófið og fékk því leyfi til þess að kenna ensku. Árið 2013 skipti hann um nafn og reyndi að fara til Kúveit en var stöðvaður. Læt­ur sig hverfa og for­eldr­ar hans til­kynna hvarf hans. Lög­regla kemst á snoðir um hvar hann er fjór­um mánuðum síðar er til hans sést í Sýr­landi.

Þar sést „Ji­hadi-John“ af­höfða Haines en auk þess hafa birst fleiri mynd­skeið þar sem böðull­inn sést af­höfða fleiri vest­ræna gísla

Gríman féll og dulúðin hvarf

Mohammed Emwazi
Mohammed Emwazi AFP
Mohammed Emwazi
Mohammed Emwazi AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert