Árásirnar afleiðing stefnu Frakka

Bashar al-Assad forseti Sýrlands.
Bashar al-Assad forseti Sýrlands. AFP

Bashar al-Assad forseti Sýrlands segir að stefna franskra stjórnvalda hafi haft sitt að segja við útbreiðslu hryðjuverkastarfsemi um heiminn. Að minnsta kosti 128 létust í árásum í París í gærkvöldi en Ríki íslam hefur lýst yfir ábyrgð á þeim. 

Assad átti í morgun fund með franski þingnefnd í Damaskus, höfuðborg Sýrlands. Hann sagði að misheppnuð stefna Frakka hefði átt þátt í útbreiðslu hryðjuverkastarfsemi.“

„Það er ekki hægt að aðskilja hryðjuverkaárásirnar í Frakklandi og í Beirút í Líbanon frá því sem hefur verið að gerast í Sýrlandi undanfarin fimm ár,“ sagði Assad.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert