Ekki hætt við loftslagsráðstefnuna

Eiffel turninn er myrkvaður til minningar um fórnarlömbin.
Eiffel turninn er myrkvaður til minningar um fórnarlömbin. AFP

Frakkland hyggst ekki aflýsa loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem fara á fram í París undir lok mánaðarins, þrátt fyrir skot- og sprengjuárásirnar sem tók 129 líf og særðu yfir 300 manns.

„Þetta er nauðsynlegur fundur fyrir mannkynið,“ sagði forsætisráðherrann Manuel Valls um málið samkvæmt The Guardian og bætti við að fundurinn væri jafnframt tækifæri fyrir leiðtoga heimsins til að sýna stuðning við Frakkland eftir árásirnar.

Frá þessu greinir The Guardian. Gert er ráð fyrir að um 120 leiðtogar muni taka þátt í fyrsta degi ráðstefnunnar þann 30. nóvember en búist er við því að hún færi af sér nýtt samkomulag um takmörkun gróðurhúsalofttegunda. Meðal þátttakenda í ráðstefnunni verða bæði Barack Obama og John Kerry.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert