Heitir miskunnarlausu stríði gegn hryðjuverkum

Öfluguru lífvörður gætti öryggis Francois Hollande er hann fór að …
Öfluguru lífvörður gætti öryggis Francois Hollande er hann fór að Bataclan tónleikahúsinu þar sem hryðjuverkamenn drápu tugi manna. mbl.is/afp

Franço­is Hollande Frakk­lands­for­seti hef­ur heitið „mis­kunn­ar­lausu“ stríði á hend­ur hryðju­verk­a­starf­semi. Yf­ir­stjórn franska hers­ins var kvödd til fund­ar í for­seta­höll­inni í morg­un.

Hollande lýsti yfir hernaði á hend­ur hryðju­verka­mönn­um er hann fór á vett­vang hryðju­verk­anna í tón­list­ar­hús­inu Batacl­an. „Við það fólk sem var hér viðstatt, og upp­lifði verknaðina grimmi­legu vilj­um við segja að við mun­um leggja í hernað, sem verður mis­kunn­ar­laus,“ sagði Hollande.

Í Banda­ríkj­un­um hef­ur verið gripið til ráðstaf­ana vegna hryðju­verk­anna í Par­ís sem kostuðu á annað hundrað manns lífið í gær­kvöldi.

Þá efndi Dav­id Ca­meron for­sæt­is­ráðherra Bret­lands til sér­staks fund­ar neyðarráðsins COBRA í London í morg­un um hvernig brugðist skuli við þar í landi vegna ódæðanna í Par­ís.

Loks boðaði Ang­ela Merkel Þýska­landskansl­ari til sér­staks neyðar­fund­ar ráðherra vegna árás­anna í Par­ís. Hét hún frönsk­um stjórn­völd­um  öllu hugs­an­legu liðsinni í bar­átt­unni við hryðju­verka­öfl­in.

Sjúkrabílar við Stade de France leikvaginn í gærkvöldi. Sjálfsmorðssprengjur voru …
Sjúkra­bíl­ar við Stade de France leik­vag­inn í gær­kvöldi. Sjálfs­morðssprengj­ur voru sprengd­ar við leik­vang­inn. AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert