Hryðjuverkin á sex stöðum í París

Fólk faðmast á strætisvagnastöð rétt við Bataclan-tónleikahöllina í miðborg Parísar.
Fólk faðmast á strætisvagnastöð rétt við Bataclan-tónleikahöllina í miðborg Parísar. AFP

Hryðju­verk­in í Par­ís í gær­kvöldi voru fram­in á fimm stöðum í tí­unda og ell­efta hverfi borg­ar­inn­ar. Fyr­ir utan sjálfs­morðssprengj­ur létu árás­ar­menn skot­hríð úr öfl­ug­um árás­arriffl­um rigna á veit­inga­hús­um, bör­um og öðrum stöðum þar sem fólk naut kvöld­blíðunn­ar í frönsku höfuðborg­inni.

Þannig var ráðist á bar­ina La Belle équipe í Rue de Charonne og vitað er um 18 sem týndu þar lífi. Einnig var skot­hríð lát­in dynja á barn­um Le Carillon og veit­inga­hús­inu Le Pe­tit Cam­bod­ge á mót­um gatn­anna Rue Bichat og Rue Ali­bert. Þar biðu a.m.k. 12 manns bana. 

Loks var skotið á pizzustaðinn La Casa Nostra í Rue de la Fontaine au Roi og létu fimm þar lífið. Skotið var einnig á skot­mörk í Voltaire breiðgöt­unni og á tón­leik­astaðinn Batacl­an sem hryðju­verka­menn­irn­ir réðust inn á en þar varð mann­tjónið einna mest.

Um klukk­an 21:20 sprungu þrjár sprengj­ur með stuttu milli­bili skammt frá þjóðarleik­vang­in­um Stade de France en þar fór fram lands­leik­ur Frakk­lands og Þýska­lands í knatt­spyrnu. Að sögn lög­reglu mun þar hafa verið um sjálfs­vígs­árás­ir að ræða. Vitað er um fjóra sem létu lífið í þess­um spreng­ing­um en þrír þeirra munu hafa verið til­ræðis­menn­irn­ir sjálf­ir.

Á tón­leik­astaðnum Batacl­an voru um 1.500 gest­ir að hlýða á rokk­tónlist er fjór­ir hermd­ar­verka­menn réðust þar inn. Skutu þeir án af­láts er þeir rudd­ust inn og tóku staðinn í gísl­ingu sem stóð í um þrjár klukku­stund­ir. Lög­regla gerði svo áhlaup á staðinn hálfri stundu eft­ir miðnætti og lauk aðgerðum henn­ar hálfri stundu síðar. Árás­ar­menn­irn­ir fjór­ir létu lífið, þrír með því að sprengja sprengju­belti sem þeir báru. Að sögn lög­reglu létu „tug­ir“ manns lífið á Batacl­an, 83 særðust lífs­hættu­lega og 132 særðust al­var­lega.

Klukk­an fimm í morg­un í Par­ís var ljóst að 126 manns að minnsta kosti höfðu týnt lífi í hryðju­verka­árás­un­um og yfir 200 særst. Enn eru ekki öll kurl kom­in til graf­ar og því talið að töl­ur um mann­tjón geti átt eft­ir að breyt­ast.

Franço­is Hollande for­seti lýsti yfir neyðarástandi í land­inu og lokaði landa­mær­um.

Í fram­haldi af til­ræðunum hvatti sýslumaður­inn í Par­ís fólk til að halda sig inni við á heim­il­um sín­um og ekki fara út nema af afar brýnni nauðsyn. Fimm neðanj­arðarlest­ir hættu að ganga, lín­ur 3, 5, 8, 9 og 11.

Lögreglumenn rannsaka vettvang við kaffihúsið La Belle Equipe í Rue …
Lög­reglu­menn rann­saka vett­vang við kaffi­húsið La Belle Equipe í Rue de Charonne. mbl.is/​afp
Á vettvangi tilræðis í götunni Rue Bichat í miðborg Parísar …
Á vett­vangi til­ræðis í göt­unni Rue Bichat í miðborg Par­ís­ar í gær­kvöldi. mbl.is/​afp
Björgunarmenn flytja fórnarlömb tilræðis í París í gærkvöldi undir læknishendur.
Björg­un­ar­menn flytja fórn­ar­lömb til­ræðis í Par­ís í gær­kvöldi und­ir lækn­is­hend­ur. mbl.is/​afp
Fórnarlömb tilræðisins á tónleikahúsinu Bataclan fluttir burt í strætisvögnum í …
Fórn­ar­lömb til­ræðis­ins á tón­leika­hús­inu Batacl­an flutt­ir burt í stræt­is­vögn­um í Par­ís í gær­kvöldi. mbl.is/​afp
Innanríkisráðherrann Bernard Cazeneuve (t.v.) og Francois Hollande forseti skoða kort …
Inn­an­rík­is­ráðherr­ann Bern­ard Cazeneu­ve (t.v.) og Franco­is Hollande for­seti skoða kort af vett­vangi til­ræðanna í Par­ís í gær­kvöldi. mbl.is/​afp
Ástandið í París eftir tilræðin í gærkvöldi var eins og …
Ástandið í Par­ís eft­ir til­ræðin í gær­kvöldi var eins og á víg­velli. Hér eru fórn­ar­lömb til­ræða flutt á brott í götunnu Rue Oberka­mpf skammt frá tón­leik­astaðnum Batacl­an. mbl.is/​afp
Ástandið í París eftir tilræðin í gærkvöldi var eins og …
Ástandið í Par­ís eft­ir til­ræðin í gær­kvöldi var eins og á víg­velli. Hér eru fórn­ar­lömb til­ræða flutt á brott í götunnu Rue Oberka­mpf skammt frá tón­leik­astaðnum Batacl­an. mbl.is/​afp
Ástandið í París eftir tilræðin í gærkvöldi var eins og …
Ástandið í Par­ís eft­ir til­ræðin í gær­kvöldi var eins og á víg­velli. Hér eru fórn­ar­lömb til­ræða flutt á brott. mbl.is/​afp
Ástandið í París eftir tilræðin í gærkvöldi var eins og …
Ástandið í Par­ís eft­ir til­ræðin í gær­kvöldi var eins og á víg­velli. mbl.is/​afp
Hermenn loka agötum í París í framhaldi af tilræðunum í …
Her­menn loka agöt­um í Par­ís í fram­haldi af til­ræðunum í gær­kvöldi. mbl.is/​afp
Ástandið í París eftir tilræðin í gærkvöldi var eins og …
Ástandið í Par­ís eft­ir til­ræðin í gær­kvöldi var eins og á víg­velli. Hér eru aðgerðir í gangi í göt­unni Rue Oberka­mpf skammt frá tón­leik­astaðnum Batacl­an. mbl.is/​afp
Bæjarbúi í Rennes fylgist með sjónvarpsávarpi Francois Hollande forseta í …
Bæj­ar­búi í Renn­es fylg­ist með sjón­varps­ávarpi Franco­is Hollande for­seta í gær­kvöldi. mbl.is/​afp
Áhorfendur á leik Frakka og Þjóðverja bíða eftir leyfi til …
Áhorf­end­ur á leik Frakka og Þjóðverja bíða eft­ir leyfi til að yf­ir­gefa leik­vang­inn Stade de France. mbl.is/​afp
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka