Ríki íslam lýsir yfir ábyrgð

Réttarmeinafræðingar að störfum á Cafe Bonne Biere, veitingastað í París …
Réttarmeinafræðingar að störfum á Cafe Bonne Biere, veitingastað í París þar sem ein árásin var gerð í gær. AFP

Ríki íslam hef­ur lýst yfir ábyrgð á hryðju­verk­un­um í Par­ís.  „Átta bræður með sprengju­belti og riffla“ fram­kvæmdu „blessaða árás,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ingu sam­tak­anna, sam­kvæmt frétt AFP. Yf­ir­lýs­ing­in var gef­in út bæði á frönsku og ar­ab­ísku og í henni er frek­ari árás­um hótað.

128 eru látn­ir og um 100 liggja al­var­lega sár­ir á sjúkra­húsi. Stuttu áður hafði Franco­is Hollande Frakk­lands­for­seti kennt sam­tök­un­um um verknaðinn og hótað þeim stríði. Að minnsta kosti átta víga­menn, klædd­ir sprengju­vest­um, fóru inn á veit­ingastaði, að íþrótta­leik­vangi og í tón­list­ar­hús og réðust gegn óbreytt­um borg­ur­um í gær­kvöldi. Í yf­ir­lýs­ingu Rík­is íslams seg­ir að skot­mörk­in hafi verið vand­lega val­in.

Árás­in er sú mann­skæðasta í Evr­ópu frá sprengju­árás­inni í Madrid árið 2004.

Frétt mbl.is: Árás­irn­ar í Par­ís í hnot­skurn

All­ir fransk­ir sér­fræðing­ar um hryðju­verk­a­starf­semi höfðu bú­ist við meiri­hátt­ar hryðju­verka­árás í land­inu. Höfðu her- og lög­regla með marg­vís­leg­um hætti búið sig und­ir árás sem þær sem áttu sér stað í Par­ís í gær­kvöldi.

„Það sem gerðist í Par­ís er eig­in­lega æðsta stig þess sem leyniþjón­ust­an hafði ótt­ast,“ seg­ir Bern­ard Squarc­ini, fyrr­ver­andi yf­ir­maður frönsku gagnnjósnaþjón­ust­unn­ar, við blaðið Le Fig­aro í dag. 

„Í ljósi reynslu annarra hafði Frakk­land und­ir­búið sig,“ bæt­ir Squarc­ini við í um­fjöll­un blaðsins um árás­irn­ar sem flest­ir máls­met­andi menn eru sagðir hafa talið yf­ir­vof­andi.

Franskir lögreglumenn stöðva og skoða bíla á Evrópubrúnni milli Strasbourg …
Fransk­ir lög­reglu­menn stöðva og skoða bíla á Evr­ópu­brúnni milli Stras­bourg í Frakklandi og Kehl í Þýskalandi í morg­un. mbl.is/​afp

Dóm­ar­inn Marc Trévedic, sem starfaði hjá dóm­stól er sér­hæfður er til að fást við hryðju­verka­mál, varaði sömu­leiðis við yf­ir­vof­andi hættu er hann lét af störf­um sak­ir ald­urs 30. sept­em­ber. Virðist hann óvenjufljótt hafa reynst sann­spár.

„Ég er sann­færður um að liðsmenn Daech (Rík­is íslam) hafa bæði metnað og búnað til að láta mun skæðar að sér kveða með aðgerðum sem að um­fangi verða ekk­ert í lík­ingu við það sem við höf­um séð hingað til. Framund­an eru mun myrk­ari dag­ar fyr­ir okk­ur. Stríðið sem Ríki íslams ætl­ar að heyja hér í landi er ekki ennþá hafið,“ sagði Trévedic.
 
Yves Trotignon, fyrr­ver­andi yf­ir­maður DGSE, sem fæst við bar­átt­una gegn hryðju­verk­a­starf­semi, seg­ir að því fleiri fransk­ir borg­ar­ar sem öðlist reynslu í aðgerðum Rík­is íslam í Sýr­landi, Líb­ýu og Jemen því meiri hætta á stór­tæk­ari hryðju­verk­um. Vitað er um 571 djí­hadista sem bar­ist hafa í Sýr­landi með sveit­um rík­is íslam. Þeim er líkt við tif­andi sprengj­ur snúi þeir aft­ur til baka.

Borgari heldur á blómum og ræðir við lögreglumenn sem standa …
Borg­ari held­ur á blóm­um og ræðir við lög­reglu­menn sem standa vörð víðsveg­ar um Par­ís­ar­borg í dag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert