Ætlaði ekki að drepa neinn

Fórnarlambanna minnst í Filippseyjum.
Fórnarlambanna minnst í Filippseyjum. AFP

Móðir manns sem hefur verið nafngreindur sem einn af árásarmönnunum í París á föstudaginn segir að sonur sinn hafi ekki ætlað að drepa neinn. Fjölskylda hans heldur því jafnframt fram að hann hafi mögulega sprengt sig óvart í loft upp. The Independent segir frá þessu.

Sonur konunnar, Ibrahim Abdeslam, var 31 árs, þegar hann sprengdi sig í loft upp fyrir utan kaffihús, nokkrum metrum frá Bataclan tónleikastaðnum þar sem rúmlega 80 létu lífið á föstudagskvöldið.

Abdeslam er einn þriggja belgískra bræðra sem eru grunaðir um að tengjast árásunum, en 129 létu lífið í þeim. Yngri bróðir hans, Salah Abdeslam, er nú eftirlýstasti maður Frakklands. Þriðji bróðirinn var handtekinn í Belgíu um helgina. Hann hefur ekki verið nafngreindur. 

Fyrri frétt mbl.is: Hverjir eru bræðurnir þrír?

Þriðji bróðirinn, Mohamed Abdeslam, var handtekinn í Molenbeek í vesturhluta Brussel á laugardaginn. Móðir mannanna þriggja sagði í samtali við Het Laatste Nieuws að fjölskyldan væri viss um að það að Ibrahim hafi ekki ætlað að drepa neinn og gæti hafa sprengt sig upp fyrir slysni.

Ibrahim Abdeslam dó þegar sprengjubelti sem hann klæddist sprakk á kaffihúsinu. Hann á einnig að hafa leigt bíl sem notaður var í árásunum. „Þetta var ekki hans áætlun, það er víst,“ sagði móðir mannsins. „Sú staðreynd að sprengjubeltið sprakk án þess að drepa neinn segir ýmislegt.“

Konan talaði við blaðamenn fyrir utan heimili sitt með aðstoð túlks. „Við sáum hann meira að segja tveimur dögum fyrir árásirnar. Það var ekkert sem gaf til kynna að hann ætlaði að gera eitthvað ofbeldisfullt.“

„Það kom okkur mjög á óvart að Salah tengdist þessu. Ibrahim var öðruvísi, við vissum að hann var undir áhrifum öfgamanna, að minnsta kosti að hluta til. En ekki það mikið að hann myndi fremja þetta grimmdarverk“

Annar fjölskyldumeðlimur sagði mögulegt að Ibrahim hafi sprengt sig upp fyrir slysni. „Kannski var þetta stress“.

Fjölskyldan greindi jafnframt frá því að Ibrahim hefði farið til Sýrlands.

Er hann sagður tengjast hinum belgíska Abdelhamid Abaaoud en hann er talinn vera höfuðpaur árásanna á föstudaginn. Bæði Ibrahim og Abaaoud bjuggu í sama hverfinu í Brussel, Molenbekk.

Salah Abdeslam er nú eftirlýstasti maður Frakklands.
Salah Abdeslam er nú eftirlýstasti maður Frakklands. AFP
Belginn Abdelhamid Abaaoud er talinn hafa skipulagt árásirnar á París.
Belginn Abdelhamid Abaaoud er talinn hafa skipulagt árásirnar á París. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert