„Frakkland er í stríði“

00:00
00:00

Franco­is Hollande, for­seti Frakk­lands, mun funda með leiðtog­um Banda­ríkj­anna og Rúss­lands til að ræða leiðir til þess að tor­tíma Ríki íslams og kalla eft­ir sterku banda­lagi. Hollande ávarpaði þingið í Versöl­um í dag en þetta er í fyrsta skipti síðan 2009 sem for­seti Frakk­lands ávarp­ar þingið þar. Þá var það Nicolas Sar­kozy og til­efnið var efna­hagskrepp­an.

„Frakk­land er í stríði,“ sagði Hollande og bætti við að hryðju­verka­menn­irn­ir hefðu ráðist á Frakk­land á föstu­dag­inn því „Frakk­land er land frels­is, vegna þess að Frakk­land er heim­ili mann­rétt­inda.“

„Lýðræðis­ríkið okk­ar hef­ur sigrað and­stæðinga sem voru mun erfiðari en þess­ir hug­leys­ingj­ar,“ sagði Hollande. „Í dag syrg­ir landið okk­ar. Við minn­umst þeirra sem dóu þegar ráðist var á þá af vopnuðum mönn­um á göt­um Par­ís­ar og út­hverf­um borg­ar­inn­ar.“

Char­les de Gaulle á leið til Sýr­lands

Hollande hét því jafn­framt að auka hernaðaraðgerðir Frakka í Sýr­landi veru­lega og á fimmtu­dag­inn mun flug­véla­móður­skipið Char­les de Gaulle leggja af stað til Sýr­lands.

„Þeir sem bera ábyrgð á árás­inni í Par­ís þurfa að vita að glæp­ir þeirra styrkja ein­beitni Frakk­lands til þess að berj­ast við og tor­tíma þeim,“ sagði Hollande í dag. „Við verðum að gera meira. Sýr­land er orðin stærsta verk­smiðja hryðju­verka­manna sem heim­ur­inn hef­ur nokk­urn tím­ann séð.“

Kall­ar eft­ir auknu landa­mæra­eft­ir­liti

Hollande kallaði eft­ir því að landa­mæra­eft­ir­lit inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins yrði hert. „Ef Evr­ópa get­ur ekki stjórnað landa­mær­um sín­um við aðrar heims­álf­ur, þarf að snúa aft­ur til landa­mæra land­anna sjálfra. Það myndi gera Evr­ópu­sam­bandið óvirkt.“

For­set­inn til­kynnti jafn­framt að aukið fjár­magn verði sett til lög­reglu og annarra varn­araðila.

Eng­inn niður­skurður mun eiga sér stað í hern­um fyrr en í fyrsta lagi 2019 og 5000 ný lög­gæslu­störf verða búin til næstu tvö árin. Hollande sagði að þetta myndi leiða til auk­inna fjár­fram­laga en bætti við að ör­yggi væri mik­il­væg­ara en regl­ur Evr­ópu­sam­bands­ins þegar það kem­ur að eyðslu fjár­muna.

Fram­leng­ir neyðarástand í land­inu

Mun for­set­inn leggja til laga­frum­varp sem fram­leng­ir neyðarástand í land­inu í þrjá mánuði í viðbót og sagði þörf á því að breyta ýmsu í stjórn­ar­skránni í ljósi nýliðinna at­b­urða.

Að sögn for­set­ans þarf stjórn­ar­skrá­in að geta svipt fólk rík­is­borg­ara­rétti og vísað því úr landi telj­ist það tengj­ast hryðju­verk­um.

„Villi­menn munu ekki hindra okk­ur í því að lifa eins og við vilj­um lifa. Að lifa til fulls,“ sagði for­set­inn að lok­um. „Hryðju­verk munu aldrei tor­tíma lýðveld­inu, því lýðveldið tor­tím­ir hryðju­verk­um.“

Um­fjöll­un The Guar­di­an.

Francois Hollande tók þátt í mínútuþögn í morgun til minningar …
Franco­is Hollande tók þátt í mín­útuþögn í morg­un til minn­ing­ar um fórn­ar­lömb­in. AFP
Hollande kemur til Versala.
Hollande kem­ur til Versala. AFP
Francois Hollande ávarpar þingið í Versölum í dag.
Franco­is Hollande ávarp­ar þingið í Versöl­um í dag. AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert