Sprengjuregn í Raqa

AFP

Franskar herþotur gerðu loftárásir á Raqa, helsta vígi Ríki íslams, í norðurhluta Sýrlands í nótt. í tilkynningu frá franska varnarmálaráðuneytinu voru þjálfunarbúðir og stjórnstöð eyðilagðir í árásunum.

Þetta er í annað skiptið á sólarhring sem franski herinn gerðir loftárásir gegn Daesh (Ríki íslams) í Raqa í Sýrlandi, segir í tilkynningu frá varnarmálaráðuneytinu.

Forseti Frakklands, François Hollande, hefur hótað því að Ríki íslams verði mætt án nokkurrar miskunnar eftir árásirnar á föstudag sem eru þær mannskæðustu í Frakklandi.

Árásirnar voru gerðar á tíu Rafale og Mirage 2000 orrustuþotum um klukkan hálf eitt í nótt að íslenskum tíma og var 16 sprengjum varpað, segir í tilkynningu. „Bæði skotmörkin voru hæfð og eyðilögð samtímis,“ segir enn fremur í tilkynningu.

Frakkar hófu loftárásir á Ríki íslams í Sýrlandi í september en eftir árásirnar á föstudag hefur verið bætt í og á sunnudagskvöldið vörðuðu tíu orrustuþotur tuttugu sprengjum á búðir Ríkis íslams í Raqa. 

Bandaríkin og Frakkland hafa einnig ákveðið að auka samstarf leyniþjónustu ríkjanna og upplýsingagjöf varðandi möguleg skotmörk.

Húsleitir á 128 stöðum í nótt

Franska lögreglan gerði húsleitir á 128 stöðum í morgun, að sögn innanríkisráðherra Frakklands, Bernard Cazeneuve.

Í gær voru 23 handteknir og hald lagt á rúmlega þrjátíu vopn í víðtækum aðgerðum lögreglu víðsvegar í Frakklandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert