Norðmaðurinn líklega látinn

Solberg átti erfitt með að halda aftur tárunum.
Solberg átti erfitt með að halda aftur tárunum. AFP

Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, segir allt benda til þess að Ríki íslam hafi myrt Ole Johan Grimsgaard-Ofstad. Hryðjuverkasamtökin fóru fyrr á þessu ári fram á að norsk stjórnvöld greiddu lausnargjald fyrir gíslinn en því var hafnað.

Á blaðamannafundi fyrr í kvöld fordæmdu Solberg og utanríksiráðherrann Borge Brende hroðaverk samtakanna og sögðu að morðið mætti hvorki rekja til trúarbragða né hugmyndafræði.

Solberg sagði alla Norðmenn, bæði kristna og múslima, standa saman gegn þessum fjárkúgurum og morðingjum. Hún sagði gjörðir Ríkis íslam sýna að um væri að ræða samtök villimanna, þar sem ofbeldi og mannfyrirlitning réðu ríkjum.

Brende sagði að sjá mætti á myndum að Grimsgaard-Ofstad hefði verið beittur grófu ofbeldi, en þær hefðu liðsmenn Rí sent norska utanríkisráðuneytinu með lausnargjaldsbeiðninni. Ráðherrann sagðist hafa átt í miklum samskiptum við fjölskyldu mannsins, sem hefði þjáðst í vitneskjunni um hvað ástvinur þeirra hefði mátt þola.

Frétt mbl.is: Segjast hafa drepið Norðmann

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert