Norðmaðurinn líklega látinn

Solberg átti erfitt með að halda aftur tárunum.
Solberg átti erfitt með að halda aftur tárunum. AFP

Erna Sol­berg, for­sæt­is­ráðherra Nor­egs, seg­ir allt benda til þess að Ríki íslam hafi myrt Ole Joh­an Grims­ga­ard-Ofstad. Hryðju­verka­sam­tök­in fóru fyrr á þessu ári fram á að norsk stjórn­völd greiddu lausn­ar­gjald fyr­ir gísl­inn en því var hafnað.

Á blaðamanna­fundi fyrr í kvöld for­dæmdu Sol­berg og ut­an­ríks­i­ráðherr­ann Bor­ge Brende hroðaverk sam­tak­anna og sögðu að morðið mætti hvorki rekja til trú­ar­bragða né hug­mynda­fræði.

Sol­berg sagði alla Norðmenn, bæði kristna og múslima, standa sam­an gegn þess­um fjár­kúg­ur­um og morðingj­um. Hún sagði gjörðir Rík­is íslam sýna að um væri að ræða sam­tök villimanna, þar sem of­beldi og mann­fyr­ir­litn­ing réðu ríkj­um.

Brende sagði að sjá mætti á mynd­um að Grims­ga­ard-Ofstad hefði verið beitt­ur grófu of­beldi, en þær hefðu liðsmenn Rí sent norska ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu með lausn­ar­gjalds­beiðninni. Ráðherr­ann sagðist hafa átt í mikl­um sam­skipt­um við fjöl­skyldu manns­ins, sem hefði þjáðst í vitn­eskj­unni um hvað ást­vin­ur þeirra hefði mátt þola.

Frétt mbl.is: Segj­ast hafa drepið Norðmann

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert