Kínverjar æfir út í Ríki íslams

Norðmaðurinn Ole Johan Grimsgaard-Ofstad og Kínverjinn Fan Jinghui voru fangar …
Norðmaðurinn Ole Johan Grimsgaard-Ofstad og Kínverjinn Fan Jinghui voru fangar Ríkis íslams mánuðum saman. Þeir hafa nú verið teknir af lífi.

Stjórn­völd í Kína heita því að sækja Ríki íslams til saka fyr­ir að taka kín­versk­an gísl af lífi.

Hryðju­verka­sam­tök­in til­kynntu í gær að Kín­verj­inn Fan Jing­hui og Norðmaður­inn Ole Joh­an Grims­ga­ard-Ofstad hafi verið drepn­ir en þeir höfðu verið í haldi sam­tak­anna um nokk­urt skeið.

For­seti Kína, Xi Jin­ping, for­dæmdi af­tök­urn­ar harka­lega en Fan er fyrsti Kín­verj­inn, svo vitað sé, sem Ríki íslams hef­ur tekið af lífi. Ut­an­rík­is­ráðherra Kína seg­ir að rík­is­stjórn­in muni gera allt sem í henn­ar valdi stend­ur til að draga víga­menn­ina til ábyrgðar. 

Hingað til hafa Kín­verj­ar haldið sig til hlés í bar­átt­unni gegn Ríki íslams og borið fyr­ir sig að þeir vilji ekki skipta sér af ut­an­rík­is­mál­um annarra landa. En nú gæti orðið breyt­ing þar á. Kín­versk stjórn­völd hafa þó ekki enn svarað því hvort að þau muni taka þátt í loft­árás­um á vígi hryðju­verka­sam­tak­anna í Sýr­landi og Írak. 

Frétt mbl.is: Norðmaður­inn lík­lega dá­inn

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert