Hafa fellt 403 óbreytta borgara

Vladimír Putín forseti Rússlands.
Vladimír Putín forseti Rússlands. AFP

Rúmlega 1.300 manns hafa látið lífið í loftárásum Rússa í Sýrlandi frá því að þær hófust 30. september. Þetta kemur fram í frétt AFP og er vísað í upplýsingar frá mannréttindasamtökunum Syrian Observatory for Human Rights.

Meirihlutinn hafa verið vígamenn eða 2/3. Bæði liðsmenn hryðjuverkasamtakanna Ríkis íslams og annarra samtaka eins og al-Kaída. Samtals væri um að ræða 1.331 einstakling. Þar af 381 vígamann Ríkis íslams og 547 liðsmenn annarra samtaka. Loftárásirnar hafi hins vegar einnig kostað 403 óbreytta borgara lífið og þar af 97 börn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert