Fjórir stungnir í „staðfestri hryðjuverkaárás“

Ísraelskir lögreglumenn eftir að Palestínumaður stakk félaga þeirra í árás …
Ísraelskir lögreglumenn eftir að Palestínumaður stakk félaga þeirra í árás 7. október. Árásarmaðurinn var skotinn til bana í kjölfarið. AFP

Einn er sagður alvarlega særður eftir að fjórir Ísraelsmenn voru stungnir í árás nærri knattspyrnuvelli í miðborg Kiryat Gat í dag. Talsmaður lögreglunnar segir að minnsta kosti eins árásarmanns sé leitað og að um „staðfesta hryðjuverkaárás“ hafi verið að ræða.

Árásin líkist hrinu árása Palestínumanna sem hafa átt sér stað frá því í byrjun október en það hafa aðallega verið stunguárásir. Þannig stakk palestínskur maður ísraelskan hermann og tók skotvopn hans í sömu borg 7. október áður en liðsmenn öryggissveita skutu hann.

Alls hafa 86 Palestínumenn, margir þeirra meintir árásarmenn, og fimmtán Ísraelar, einn Bandaríkjamaður og einn Erítreumaður látið lífið í ofbeldisöldunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert