Grípi til allra nauðsynlegra aðgerða

00:00
00:00

Örygg­is­ráð Sam­einuðu þjóðanna samþykkti ein­róma í gær­kvöldi álykt­un um að grípa til allra nauðsyn­legra aðgerða til að berj­ast gegn upp­gangi Rík­is íslams. Rúm vika er liðin frá hryðju­verk­un­um í Par­ís og Beirút.

Frakk­ar höfðu frum­kvæði að álykt­un­inni sem kveður á um að öll aðild­ar­ríki Sam­einuðu þjóðanna „marg­faldi og sam­hæfi“ aðgerðir sín­ar til að stöðva hryðju­verka­árás­ir Rík­is íslams og annarra öfga­hópa sem tengj­ast Al-Qa­eda.

Franco­is Hollande Frakk­lands­for­seti fagnaði niður­stöðunni og sagði að hún myndi hjálpa til við að sam­eina þjóðir í þeirri viðleitni sinni að stöðva Ríki íslams (Daesh).

130 lét­ust í hryðju­verka­árás­un­um í Par­ís í síðustu viku og tæp­lega 50 í árás í Beirút. Ríki íslams lýsti ábyrgð á báðum þess­um voðaverk­um. 

Franski ut­an­rík­is­ráðherr­ann, Laurent Fabius, seg­ir að þjóðir heims­ins ættu nú að finna raun­hæf­ar leiðir til að aðstoða við bar­átt­una, hvort sem væri með hernaðarleg­um, póli­tísk­um stuðningi eða með því að aðstoða við að stöðva fjár­mögn­un hryðju­verka­hópa.

Samþykkt Sam­einuðu þjóðanna fel­ur ekki í sér neina lög­leiðingu á hernaði. Hún virkj­ar ekki svo­kallaðan kafla 7 í samþykkt­um stofn­un­ar­inn­ar, sem heim­il­ar beit­ingu herafla.

Fransk­ir emb­ætt­is­menn eru þó á því að hún veiti mik­il­væg­an alþjóðleg­an, póli­tísk­an stuðning í bar­átt­unni. 

„Þessi álykt­un sýn­ir alþjóðlega sam­stöðu gegn ógn­inni sem skap­ast af Ríki íslams,“ sagði breski sendi­herr­ann, Matt­hew Rycroft, sem fer fyr­ir ör­ygg­is­ráðinu þenn­an mánuðinn.

Í álykt­unni er kallað eft­ir því að öll aðild­ar­ríki Sam­einuðu þjóðanna sem hafa mögu­leika á grípi til allra nauðsyn­legra aðgerða sam­kvæmt alþjóðleg­um lög­um, á svæðum sem eru und­ir stjórn Rík­is íslams í Sýr­landi og Írak. 

Fórnarlamba hryðjuverkanna í París er enn minnst víða um heim. …
Fórn­ar­lamba hryðju­verk­anna í Par­ís er enn minnst víða um heim. Vika er liðin frá voðaverk­un­um. AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert