Neyðarástand vegna rafmagnsleysis

Internetþjónusta hefur legið niðri en fólk hefur getað notað farsímana …
Internetþjónusta hefur legið niðri en fólk hefur getað notað farsímana sína. AFP

Neyðarástandi hefur verið lýst yfir á Krímskaga eftir að ráðist var á aðal flutningskerfi raforku frá Úkraínu. Stórir hlutar eru án rafmagns en rússnesk yfirvöld segja að tekist hafi að mæta orkuþörf hluta borganna Simferopol, Feodosia, Yevpatoria og Yalta með rafölum.

Ráðamenn segja eldsneytisbirgðir duga til að halda rafölunum gangandi, en þeir eru knúnir með gasi og dísilolíu. Krímskagi framleiðir aðeins um 30% af þeirri orku sem hann notar og er afar háður Úkraínu hvað þetta varðar.

Í hafnarborginni Sevastopol fór rafmagnið að fara um miðnætti og klukkan 2 var orðið algjörlega rafmagnslaust. Síðan hefur rafmang komist á í einstaka hverfum í einu í skamman tíma, en svo virðist sem verið sé að skammta rafmagnið.

Það var Guardian sem sagði frá.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert