Hefja árásir frá Charles de Gaulle

Um borð eru 26 orrustuþotur.
Um borð eru 26 orrustuþotur. AFP

Fyrstu orr­ustuþot­urn­ar frá franska flug­móður­skip­inu Char­les de Gaulle gerðu loft­árás­ir í Sýr­landi í dag. Skipið var sent af stað frá Frakklandi í síðustu viku en á skip­inu eru 26 orr­ustuþotur sem þýðir að með Char­les de Gaulle tvö­fald­ast um­fang árása Frakka í Sýr­landi.

For­seti Frakk­lands, Franco­is Hollande, hét því að herða árás­ir Frakka á Ríki íslams í Sýr­landi og Írak eft­ir að hóp­ur­inn sagðist bera ábyrgð á blóðugum hryðju­verka­árás­um í Par­ís fyr­ir 10 dög­um síðan þar sem 130 létu lífið.

Í dag hitti Hollande Dav­id Ca­meron, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands þar sem þeir ræddu stöðuna. Hann mun einnig funda með leiðtog­um Banda­ríkj­anna, Þýska­lands og Rúss­lands í vik­unni.

„Við mun­um herða árás­ir okk­ar, velja skot­mörk sem valda mest­um skaða hjá hryðju­verka­mönn­un­um,“ lýsti Hollande yfir. Hann og Ca­meron ákváðu að hefja sam­starf í bar­átt­unni gegn hryðju­verk­um. Ca­meron bauð Hollande stuðning sinn og sagðist trúa því að Bret­ar ættu líka að hefja loft­árás­ir í Sýr­landi. Fyrr í dag skoðuðu Ca­meron og Hollande Batacl­an tón­leika­höll­ina þar sem að minnsta kosti 89 létu lífið 13. nóv­em­ber.

Talsmaður embætt­is rík­is­sak­sókn­ara í Brus­sel, greindi frá því í dag að fimm hefðu verið hand­tekn­ir þar í gær­kvöldi. Með þeim hef­ur 21 verið hand­tek­inn síðustu daga í Belg­íu vegna hryðju­verka­ógn­ar.

En Salah Abdeslam, sem er tal­inn tengj­ast árás­un­um í Par­ís, er enn á flótta.

Frétt BBC.

Frá Charles de Gaulle skipinu sem er nú í austur …
Frá Char­les de Gaulle skip­inu sem er nú í aust­ur Miðjarðar­hafi. AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka