Drepinn í fallhlíf sinni

Vélin var af gerðinni Sukhoi Su-24.
Vélin var af gerðinni Sukhoi Su-24. AFP

Staðfest er að ann­ar tveggja flug­manna sem voru í rúss­nesku orr­ustuþot­unni, sem skot­in var niður af Tyrkj­um fyrr í dag, er lát­inn. Maður­inn var drep­inn í fall­hlíf sinni á leið til jarðar en báðir flug­menn skutu sér út úr vél­inni áður en hún brot­lenti.

Frétta­veita AFP grein­ir frá því að ann­ar flug­manna vél­ar­inn­ar hafi verið drep­inn í skot­hríð sem barst frá jörðu skömmu eft­ir að hann skaut sér út úr brenn­andi flug­vél sinni.

„Flug­vél­in brot­lenti inn­an Sýr­lands, fjór­um kíló­metr­um frá landa­mær­un­um. Áhöfn­in skaut sér út. Sam­kvæmt bráðabirgðaniður­stöðum lést ann­ar flug­mann­anna eft­ir að skotið var á hann frá jörðu,“ hef­ur AFP eft­ir Ser­gei Rudskoi hers­höfðingja.

Rúss­nesk yf­ir­völd segja að flug­vél­in hafi ekki rofið loft­helgi Tyrk­lands líkt og tyrk­nesk yf­ir­völd halda fram. Yf­ir­stjórn tyrk­neska hers­ins seg­ir að flug­menn F-16 orr­ustu­vél­ar hafi skotið flug­vél­ina niður eft­ir að hafa ít­rekað varað flug­menn henn­ar við því að þeir væru komn­ir inn í loft­helgi Tyrk­lands. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert