Schengen „að hluta í dauðadái“

Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í Evrópuþinginu í gær.
Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í Evrópuþinginu í gær. AFP

Schengen-svæðið er „að hluta til í dauðadái,“ sagði Jean-Clau­de Juncker, for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar Evr­ópu­sam­bands­ins, í gær í ræðu í Evr­ópuþing­inu. Varaði hann enn­frem­ur við því að kæmi til þess að Schengen-sam­starfið hryndi myndi það taka evru­svæðið með sér í fall­inu þar sem evr­an gæti ekki lifað án frjáls flæðis fólks sem Schengen væri liður í.

Fram kem­ur á frétta­vef breska dag­blaðsins Daily Tel­egraph að Juncker hafi í sum­ar aðeins getað staðið á hliðarlín­unni og horft á hvert ríki Evr­ópu­sam­bands­ins á fæt­ur öðru taka upp hefðbundið landa­mæra­eft­ir­lit á ný gagn­vart öðrum ríkj­um Schengen-sam­starfs­ins í til­raun­um sín­um til þess að stöðva straum hundraða þúsunda föru­fólks. Í kjöl­far hryðju­verka­árás­anna í Par­ís, höfuðborg Frakk­lands, fyr­ir tæp­um tveim­ur vik­um hafi Frakk­ar síðan til­kynnt að landa­mæra­eft­ir­lit gagn­vart öðrum Schengen-ríkj­um yrði viðhaft um óákveðinn tíma.

„Við verðum að standa vörð um þann anda sem ligg­ur að baki Schengen,“ sagði Juncker við þing­menn á Evr­ópuþing­inu. „Já, Schengen-kerfið er að hluta til í dauðadái. En þeir sem trúa á Evr­ópu­sam­bandið, gildi þess og frelsi þess verða að reyna að blása nýju lífi í and­ann á bak við Schengen. Ef and­inn hverf­ur úr hjört­um okk­ar þá töp­um við meiru en Schengen. Sam­eig­in­legi gjald­miðill­inn get­ur ekki þrif­ist ef Schengen bíður skip­brot. [...] Þetta er ein af und­ir­stöðum Evr­ópu­sam­bands­ins.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert