Sádar undirbúa fjöldaaftökur

Meðal aftökuaðferða í Pakistan og víðar er að hengja fanga
Meðal aftökuaðferða í Pakistan og víðar er að hengja fanga Amnesty International

Am­nesty In­ternati­onal hef­ur varað við því að í und­ir­bún­ingi séu fjölda­af­tök­ur í Sádi-Ar­ab­íu. Ekki er um hryðju­verka­árás að ræða held­ur skipu­lagðar af­tök­ur á veg­um rík­is­ins. Stefnt er að því að taka tugi fanga af lífi á ein­um degi.

Dag­blaðið Okaz grein­ir frá því að 55 bíði af­töku í Sádi-Ar­ab­íu fyr­ir brot á hryðju­verka­lög­gjöf lands­ins og í frétt dag­blaðsins al-Riya­dh kem­ur fram að 52 verði tekn­ir af lífi fljót­lega. Þeirri frétt hef­ur nú verið eytt, seg­ir á vef BBC. Meðal þeirra er fólk sem tók þátt í mót­mæl­um gegn stjórn­völd­um í land­inu.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um BBC frá Am­nesty In­ternati­onal hef­ur 151 verið dæmd­ur til dauða í Sádi-Ar­ab­íu það sem af er ári. Þeir hafa ekki verið svo marg­ir í 20 ár eða frá ár­inu 1995. Í fyrra voru 90 tekn­ir af lífi þar. 

Tók þátt í mót­mæl­um 17 ára

Ali al-Nimr
Ali al-Nimr

 

Meðal þeirra sem bíða af­töku í Sádi-Ar­ab­íu er Ali al-Nimr. Hann var bara sautján ára þegar hann var fang­elsaður fyr­ir mót­mæli og al­menna póli­tíska óþekkt meðan ar­ab­íska vorið stóð sem hæst. Stjórn­völd stungu hon­um í stein­inn og nú, þrem­ur árum seinna, hef­ur hann verið dæmd­ur til kross­fest­ing­ar og dauða af sér­stök­um glæpa­dóm­stól í land­inu. Nái refs­ing­in fram að ganga verður hann af­höfðaður og lík hans sýnt op­in­ber­lega, öðrum mót­mæl­end­um til varnaðar.

BBCAm­nesty In­ternati­onal

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert