Skotárás í Bandaríkjunum

Mynd úr safni
Mynd úr safni AFP

Skotárás átti sér stað í kvöld fyr­ir utan heilsu­gæslu­stöð í Col­orado Springs, en heilsu­gæsl­an er hvað þekkt­ust fyr­ir að sjá um fóst­ur­eyðing­ar og er und­ir merkj­um Plann­ed Par­ent­hood. Lög­regl­an hef­ur gefið út að svæðið í kring­um heilsu­gæslu­stöðina sé ekki ör­uggt, en skot­manns­ins er leitað.

Fjór­ir lög­reglu­menn eru sagðir særðir og ein­hver fjöldi al­mennra borg­ara.

Á vef New York Times kem­ur fram að lög­reglumaður hafi sagt að skot­maður­inn hafi skotið út um bíl­glugga og AFP frétta­stof­an seg­ir að nokkr­ir séu meidd­ir eft­ir árás­ina. 

Enn er margt óljóst í tengsl­um við árás­ina og verður frétt­in upp­færð eft­ir því sem upp­lýs­ing­ar ber­ast.

Upp­fært kl 20:33: Lög­regl­an á staðnum seg­ir að þrír lög­reglu­menn séu særðir og að ein­hverj­ir óbreytt­ir borg­ar­ar einnig.

Upp­fært kl 20:40: AP frétta­stof­an hef­ur eft­ir lög­reglu­manni í Col­orado Springs að lög­regl­an haldi nú aft­ur af skot­mann­in­um, en að svæðið sé áfram óör­uggt. 

Plann­ed Par­ent­hood sam­tök­in reka tæp­lega 900 heilsu­gæslu­stöðvarn­ar víðsveg­ar um Banda­rík­in, en þjón­usta þeirra snýr aðallega að æxl­un­ar- og kyn­heil­brigði. Þekkt­ust eru þau fyr­ir að bjóða upp á fóst­ur­eyðing­ar, en 325 þúsund slík­ar voru fram­kvæmd­ar árið 2013. Til viðbót­ar voru heim­sókn­ir vegna annarra mála um 10 millj­ón­ir.

Upp­fært kl 20:58: Aðeins mánuður er síðan bys­sumaður skaut þrjá til bana í Col­orado Springs, áður en hann var skot­inn sjálf­ur af lög­reglu. Á vef Col­orado Springs Gazette kem­ur fram að lög­regl­an viti ekki hvort teng­ing sé á milli skotárás­inn­ar og heilsu­gæsl­unn­ar. Til­kynn­ing­in hafi aft­ur á móti komið þaðan. Lög­regl­an veit ekki fjölda skot­manna, ef þeir eru fleiri en einn eða fjölda þeirra sem urðu fyr­ir árás­inni. Er hún núna að flytja á brott fólk sem var í búðum á svæðinu en íbú­ar eru hvatt­ir til að vera inn­an­dyra. 

Upp­fært kl 21:17: Lög­regl­an í Col­orado Springs seg­ir á Twitter að enn sé verið að skjóta á lög­reglu­menn á vett­vangi.

Upp­fært kl 22:29: Lög­regl­an í Col­orado Springs hvet­ur fólk til þess að hringja í sér­stakt síma­núm­er til þess að hægt sé að koma þeim skila­boðum á fram­færi við fjöl­skyldu viðkom­andi að hann sé óhult­ur. Er þetta gert vegna mik­ils álags á síma neyðarlín­unn­ar.

Upp­fært kl 22:35: The Guar­di­an grein­ir nú frá því að fjór­ir lög­reglu­menn séu særðir eft­ir skotárás­ina og nokkr­ir al­menn­ir borg­ar­ar. Fjöldi þeirra ligg­ur ekki fyr­ir að svo stöddu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka