1.000 meinað um komu til Frakklands

Bernard Cazeneuve ásamt lögreglumönnum við landamærin að Þýskalandi í dag. …
Bernard Cazeneuve ásamt lögreglumönnum við landamærin að Þýskalandi í dag. Hann segir að 1.000 einstaklingum hafi verið meinaður aðgangur að Frakklandi síðustu vikurnar. AFP

Tæplega 1.000 manns hefur verið meinað um komu til Frakklands síðan viðbúnaður var aukinn á landamærum ríkisins þann 13. nóvember í aðdraganda COP21 loftslagsráðstefnunnar, stuttu áður en hryðjuverkaárásirnar í París voru framkvæmdar.

Ástæður sem gefnar vegna þessa eru „hætta á að þetta fólk gæti komið í veg fyrir allsherjarreglu og öryggi í landinu okkar,“ að sögn Bernard Cazeneuve, innanríkisráðherra Frakklands.

Um 15.000 öryggisverðir, lögreglumenn og landamæraverðir sjá um gæslu á landamærum Frakklands, en tilgangur þessa auknu ráðstafana er að bæta öryggi fyrir loftslagsráðstefnuna sem hefst á mánudaginn. Þá hefur viðbúnaðarstigið einnig verið hátt undanfarið vegna yfirvofandi hættu á hryðjuverkaárás í kjölfar árásanna í París fyrir tveimur vikum.

Franska ríkisstjórnin hefur gefið út að aukið viðbúnaðarstig verði til staðar eins lengi og nauðsyn þyki til, en neyðarástandi var lýst yfir í landinu í kjölfar árásanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert