Er hann Elvis kannski enn á lífi?

AFP

Flest fórn­ar­lömb Rík­is íslams, al-Qa­eda og annarra slíkra hryðju­verka­sam­taka sem kenna sig við íslam, eru mús­lím­ar. Meðal þeirra 130 sem dóu í Par­ís voru nokkr­ir mús­lím­ar og nokkr­ir tug­ir í New York 2001. Fátt bend­ir til þess vest­ræn­ir mús­lím­ar styðji al­mennt hryðju­verk ji­hadista, frem­ur en annað fólk. Slík­ir ein­stak­ling­ar eru und­an­tekn­ing­ar. Kann­an­ir á viðhorf­um mús­líma í Evr­ópu­ríkj­um hafa hins veg­ar árum sam­an sýnt að skoðanir veru­legs hluta (og stund­um meiri­hluta) þeirra á ýms­um mál­um virðast stang­ast illi­lega á við vest­ræn lýðræðis­gildi, mann­rétt­indi, jafn­rétti kynj­anna o.fl.

All­ur þorri evr­ópskra er lög­hlýðið fólk sem reyn­ir eft­ir bestu getu að lifa sam­kvæmt geðug­ustu hlut­um kór­ans­ins um mildi og frið. Og andúð á of­beldi. En bent er á að út­breidd þröng­sýni, fá­fræði og aft­ur­hald í fá­tæk­ustu gettó­um mús­líma séu jarðveg­ur fyr­ir blint of­stæki. Gott dæmi er Mo­len­beek-hverfið í Brus­sel, sjálf­ur borg­ar­stjóri hverf­is­ins hef­ur sagt að það sé „upp­eld­is­stöð of­beld­is“, þaðan komu árás­ar­menn­irn­ir í Par­ís. Fá­tækra­hverfi hafa oft ein­kennst af of­beldi. En þar hafa ekki áður sprottið upp skipu­lagðir hóp­ar sem hafa fyr­ir stefnu að fremja fjölda­morð á sak­laus­um borg­ur­um.

Áróður­inn, einkum á net­inu, hef­ur heillað suma unga mús­líma á Vest­ur­lönd­um. En þegar bein­lín­is er spurt segja lang­flest­ir að þeir hafi and­styggð á IS og öðrum ji­hadist­um. Harðlínuklerk­ar eins og íma­minn í Grims­høj-mosk­unni í Árós­um í Dan­mörku hafa verið annarr­ar skoðunar. Um­skipti urðu þó ný­verið þegar hann lýsti því yfir að hann styddi ekki IS, væri nú „hlut­laus“ gagn­vart sam­tök­un­um. Ein­hverj­um létti við það.

En hvernig á að mæla stuðning­inn við IS? Breska dag­blaðið Sun birti í vik­unni forsíðufrétt með fyr­ir­sögn­inni „Einn af hverj­um fimm bresk­um mús­lím­um hef­ur samúð með ji­hadist­um“.

Sun er ekki þekkt fyr­ir var­kárni og aug­ljóst er að fregn­in var mjög hæp­in túlk­un á niður­stöðum skoðana­könn­un­ar sem blaðið hafði látið gera meðal liðlega þúsund mús­líma. Þar var spurt hvort viðkom­andi hefði „samúð með ung­um mús­lím­um sem yf­ir­gefa Bret­land til að berj­ast með víga­mönn­um í Sýr­landi“.

Spurn­ing­in var allt of opin, hægt að mis­skilja hana. Var fólkið kannski að segja að það hefði samúð með þeim sem farið hafa til að berj­ast með Kúr­d­um gegn IS? Og samúð er teygj­an­legt hug­tak, get­ur þýtt að fólkið skilji aula­hátt­inn í fá­fróðum ung­menn­um, strák­um og stelp­um. En ekki endi­lega að það hafi samúð með málstað IS.

Fóður fyr­ir of­stæki

Blaðið hef­ur beðist af­sök­un­ar á fyr­ir­sögn­inni en málið sýn­ir vel það ein­stigi sem fjöl­miðlar verða að þræða. Mál­efni mús­líma og inn­flytj­enda eru viðkvæm, ekki síst eft­ir hryðju­verk síðustu vikna í álf­unni. Auðvelt er að gera þau að fóðri fyr­ir of­stækisöfl. Til er fólk sem heimt­ar nú í nafni póli­tískr­ar rétt­hugs­un­ar að þagað sé um allt sem finna má að mús­lím­um, neit­ar að IS teng­ist á nokk­urn hátt íslam. Þessi krafa um þögg­un er auðvitað ein gerð of­stæk­is. Ofsa­trú sumra krist­inna „teng­ist“ auðvitað kristni, hvort sem okk­ur lík­ar bet­ur eða verr, rétt eins og ofsa­trú íslam­ista „teng­ist“ íslam.

Það seg­ir ekki alla sög­una um hug­ar­far mús­líma al­mennt þótt ein­hverj­ir þeirra seg­ist hafa samúð með víga­mönn­um, seg­ist jafn­vel styðja IS. Og hvað um aðra Breta?

„Þar sem vitað er að ávallt er til veru­leg­ur minni­hluti sem er sam­mála hvaða brjálæðis­legu full­yrðingu sem sett er fram – El­vis er enn á lífi, geislasverð eru til – hvað ætt­um við þá að leggja mikið upp úr könn­un­um sem sagt er að sýni vísi að bresk­um ji­had­isma?“ spyr Isa­bel Har­dm­an í grein í tíma­rit­inu Spectator. Hún seg­ir að sjald­an sé minnst á aðra könn­un í mars sl. Þar hafi verið lögð sama spurn­ing og notuð var í könn­un­inni fyr­ir Sun, um samúðina, fyr­ir aðra Breta en mús­líma. Einn af hverj­um sex hafi svarað ját­andi, svipað hlut­fall og hjá mús­lím­unm.

Í vik­unni var svo sama spurn­ing lögð fyr­ir fólk í könn­un YouGov í Bretlandi, seg­ir Har­dm­an. 10% sögðust hafa um­rædda samúð með þeim sem færu til Sýr­lands og hlut­fallið var heil 17% meðal kjós­enda Frjáls­lyndra demó­krata.

Fyr­ir­tækið sem annaðist könn­un Sun, Sur­vati­on, for­dæmdi fyr­ir­sögn­ina. Það sagðist and­mæla því ein­dregið að niður­stöðurn­ar væru notaðar, eins og sést hefði á sam­skiptamiðlum, til að ýta und­ir spennu á sviði trú­mála og kynþátt­ar.

En skaut Sun langt fram hjá mark­inu? Í grein blaðsins er vitnað í Sa­diq Khan, mús­líma og borg­ar­stjóra­efni Verka­manna­flokks­ins í London. „Eins og könn­un Sun sýn­ir hafa flest­ir bresk­ir mús­lím­ar rek­ist á ein­hvern með rót­tæk viðhorf – og það sama á við um mig.“

AFP
AFP
AFP
AFP
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert