570 þúsund tóku þátt í mótmælum

Mótmælandi í Róm krefst þess að farið sé leið sólarorku.
Mótmælandi í Róm krefst þess að farið sé leið sólarorku. AFP

Um 570 þúsund manns tóku þátt í alþjóðleg­um mót­mæl­um vegna lofts­lags­mála um helg­ina, en mót­mæl­in fóru fram í aðdrag­anda lofts­lags­ráðstefn­unn­ar í Par­ís sem hefst á mánu­dag­inn. „Kraf­an frá göt­unni til leiðtoga heims­ins um að bregðast við lofts­lags­mál­um hef­ur verið ær­andi,“ sagði Emma Ruby-Sachs, stjórn­andi mót­mæl­anna, en það voru sam­tök­in Avaaz sem stóðu á bak við þau.

Frá mótmælunum í Mexíkóborg.
Frá mót­mæl­un­um í Mexí­kó­borg. AFP
Frá Place de la Republique torginu í París. Fólk skildi …
Frá Place de la Repu­blique torg­inu í Par­ís. Fólk skildi eft­ir þúsund­ir skóa í staðin fyr­ir að fara í mót­mæla­göngu. AFP



Skýr krafa um 100% hreina orku

„Meira en 570 þúsund manns sögðu einni röddu við leiðtoga heims­ins að skila 100% hreinni orku sem framtíðaráform­um frá lofts­lags­ráðstefn­unni í Par­ís,“ sagði Ruby-Sachs.

Mót­mæl­in fóru fram í fjölda borga um all­an heim, meðal ann­ars á Íslandi. Í Par­ís var einnig mót­mælt og þótt mót­mæl­in hafi að mestu farið vel fram kom til rysk­inga milli lög­reglu og mót­mæl­enda. Voru það helst mót­mæl­end­ur kapí­talísks kerf­is sem lenti sam­an við lög­reglu og voru í kjöl­farið 208 manns hand­tekn­ir.

Hneyksl­an­leg fram­koma

Franco­is Hollande, for­seti Frakk­lands, sagði fram­kom­una hneyksl­an­lega af hálfu öfga­sinnaðra vinstri aðgerðasinna. „Þessi trufl­andi öfl eiga enga sam­leið með nátt­úru­vernd­ar­sinn­um,“ sagði Hollande í dag. Sagði hann þessa mót­mæl­end­ur ekki vera í Par­ís til að ýta und­ir niður­stöður á fund­in­um held­ur til að búa til vanda­mál.

Frá átökunum í París.
Frá átök­un­um í Par­ís. AFP
Átök urðu milli mótmælenda og lögreglu í París.
Átök urðu milli mót­mæl­enda og lög­reglu í Par­ís. AFP
Frá mótmælunum í París.
Frá mót­mæl­un­um í Par­ís. AFP




Áður höfðu um 4.500 nátt­úru­vernd­arsinn­ar myndað keðju fólks í höfuðborg­inni í friðsam­legri fram­setn­ingu á kröf­um sín­um. Við Batacl­an-tón­leik­astaðinn var skilið eft­ir um 100 metra gat á keðjunni til minn­ing­ar um þá 90 sem lét­ust þar í árás hryðju­verka­manna fyrr í mánuðinum.

Aðgerðasinnar úr Greenpeace samtökunum mótmæla í Mexíkó.
Aðgerðasinn­ar úr Green­peace sam­tök­un­um mót­mæla í Mexí­kó. AFP

Ban Ki-Moon og Frans páfi tóku þátt

Þá ákváðu mót­mæl­end­ur að skilja eft­ir skó sína á Place de la Repu­blique-torg­inu í Par­ís í stað þess að fara í kröfu­göngu, en lög­regl­an í Par­ís hafði meðal ann­ars komið í veg fyr­ir tvær aðrar kröfu­göng­ur í borg­inni. Skórn­ir voru í þúsunda­tali og vógu meira en fjög­ur tonn. Meðal þeirra sem skildu eft­ir skó voru Ban Ki-Moon, aðal­rit­ari Sam­einuðu þjóðanna og Frans páfi.

Mótmælendur í Bógatá í Kólumbíu.
Mót­mæl­end­ur í Bógatá í Kól­umb­íu. AFP
Sao Paulo í Brasilíu.
Sao Pau­lo í Bras­il­íu. AFP
Frá mótmælunum í London.
Frá mót­mæl­un­um í London. AFP
Mótmælendur í Berlín í Þýskalandi.
Mót­mæl­end­ur í Berlín í Þýskalandi. AFP
Frá Brandenborgarhliðinu í Berlín.
Frá Brand­en­borg­ar­hliðinu í Berlín. AFP
Rio de Janeiro í Brasilíu.
Rio de Jan­eiro í Bras­il­íu. AFP
London.
London. AFP








mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka