Ríki íslams hefur tekið yfir 3.500 af lífi í Sýrlandi, þar á meðal tæplega tvö þúsund óbreytta borgara frá því hryðjuverkasamtökin lýstu yfir kalífaveldi í júní í fyrra.
Í síðasta mánuði voru 53 teknir af lífi, þar á meðal 35 óbreyttir borgarar, á svæðum sem samtökin ráða ríkjum í Sýrlandi, samkvæmt upplýsingum frá mannúðarsamtökunum Syrian Observatory for Human Rights.
Alls hafa 1.945 almennir borgarar verið teknir af lífi, þar á meðal 103 konur og 77 börn. En þeir eru taldir almennir borgarar sem ekki taka þátt í bardögum af neinu tagi.
Yfir 250 þúsund hafa verið drepnir og meira en fjórar milljónir hafa flúið land frá því borgarastyrjöldin braust út í Sýrlandi árið 2011.