Vill „evrópska CIA“

Charles Michel, forsætisráðherra Belgíu.
Charles Michel, forsætisráðherra Belgíu. AFP

For­sæt­is­ráðherra Belg­íu, Char­les Michel, kallaði eft­ir því í gær að sett yrði á lagg­irn­ar evr­ópsk leyniþjón­usta í kjöl­far hryðju­verka­árás­anna í Par­ís, höfuðborg Frakk­lands, í síðasta mánuði. Frétta­vef­ur­inn Eu­obser­ver.com grein­ir frá þessu í dag.

Michel sagði í sam­tali við frönsku út­varps­stöðina RTL að Evr­ópu­sam­bandið yrði að „setja snar­lega upp evr­ópska leyniþjón­ustu, evr­ópska CIA.“ Vísaði hann þar til banda­rísku leyniþjón­ust­unn­ar Central In­telli­gence Agency (CIA). Til­gang­ur henn­ar yrði meðal ann­ars að safna upp­lýs­ing­um um grunaða öfga­menn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert