Verða Grikkir reknir úr Schengen?

Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands.
Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands. AFP

Evr­ópu­sam­bandið hef­ur varað Grikki við því að taki þeir ekki al­menni­lega á flótta­manna­vand­an­um sem þeir glíma við fyr­ir miðjan des­em­ber standi þeir frammi fyr­ir því að verða rekn­ir úr Schengen-sam­starf­inu. Þetta kem­ur fram í frétt viðskipta­blaðsins Fin­ancial Times í gær og enn­frem­ur að evr­ópsk­ir ráðherr­ar og emb­ætt­is­menn sam­bands­ins sjái hót­un um brottrekst­ur sem örþrifaráð til þess að reyna að ýta á gríska ráðamenn í þess­um efn­um.

Verði hót­un­in fram­kvæmd verður það í fyrsta sinn sem ríki verður rekið úr Schengen-sam­starf­inu. Hót­un­in kem­ur í kjöl­far yf­ir­lýs­inga for­ystu­manna inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins um að herða þurfi eft­ir­lit á ytri mörk­um Schengen-svæðis­ins til þess að reyna að bjarga því. Evr­ópu­sam­bandið hyggst síðar í þess­um mánuði leggja fram til­lögu um að komið verði á fót sam­eig­in­legri landa­mæra­lög­reglu sem hefði vald til þess að taka yfir gæslu á ytri mörk­um Schengen-svæðis­ins seg­ir í frétt­inni. Jafn­vel gegn vilja ríkja á ytri mörk­un­um eins og Grikk­lands. Ísland er eitt þeirra Schengen-ríkja sem gæt­ir ytri marka svæðis­ins.

Evr­ópu­sam­bandið hef­ur gagn­rýnt grísk stjórn­völd harðlega fyr­ir að hafna aðstoð frá sam­band­inu við að styrkja gæslu lands­ins á ytri mörk­um Schengen-svæðis­ins. Inn­an­rík­is­ráðherr­ar Evr­ópu­sam­bands­ins funda á næsta föstu­dag og er bú­ist við að málið verði tekið til umræðu. Grikk­ir hafi ít­rekað verið varaðir við brottrekstri í þess­ari viku. Þar á meðal í heim­sókn Jean Assel­born, ut­an­rík­is­ráðherra Lúx­emburg, til Grikk­lands en landið fer með for­sætið inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins fram að ára­mót­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert