Schengen „eins og svissneskur ostur“

Götóttur svissneskur ostur.
Götóttur svissneskur ostur. Wikipedia

„Við get­um ekki haldið úti Schengen-svæði þar sem ytri landa­mær­in eru eins og sviss­nesk­ur ost­ur,“ sagði Guy Ver­hofsta­dt, leiðtogi þing­flokks frjáls­lyndra á Evr­ópuþing­inu, í gær í umræðum um stöðu Schengen-svæðis­ins og svo­nefndra ytri landa­mæra þess. Vísaði hann þar til þess að landa­mæra­eft­ir­lit á ytri mörk­un­um væri víða í lamasessi.

Kallaði Ver­hofsta­dt eft­ir því sam­kvæmt frétt Eu­obser­ver.com að Al­ex­is Tsipras, for­sæt­is­ráðherra Grikk­lands, yrði boðið að koma fyr­ir Evr­ópuþingið og út­skýra hvers vegna hann vilji ekki fall­ast á að Evr­ópu­sam­bandið sendi landa­mæra­lög­reglu og strand­gæslu­skip til þess að koma betri stjórn á ytri landa­mæri Schengen-svæðis­ins í Grikklandi.

Eins og mbl.is hef­ur fjallað um hafa for­ystu­menn inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins ít­rekað varað Grikki við því í vik­unni að taki bæti þeir ekki landa­mæra­gæslu sína á ytri landa­mær­um Schengen-svæðis­ins verði þeir rekn­ir úr sam­starf­inu. Grísk­ir ráðamenn hafa brugðist við þeim frétt­um með því að hafna því að slík­ar hót­an­ir hafi borist þeim.

Fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins hyggst leggja fram til­lög­ur fyr­ir ára­mót­in um að sett verði á lagg­irn­ar sér­stök landa­mæra­lög­regla auk strand­gæsla á veg­um sam­bands­ins með það hlut­verk að sjá um landa­mæra­gæslu á ytri landa­mær­um Schengen-svæðis­ins. Ísland hef­ur verið hluti svæðis­ins frá því að það var sett á lagg­irn­ar fyr­ir tæp­um 15 árum síðan.

Guy Verhofstadt.
Guy Ver­hofsta­dt. Wikipedia
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka